Hoppa yfir valmynd
26.04. 2017

Ræddu farsælt samstarf Íslands og UN Women

VorfundurWB17dMaría Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins átti fund um síðustu helgi með Lakhsmi Puri aðstoðarframkvæmdastjóra UN Women. Þær ræddu um farsælt samstarf Íslands og UN Women, en stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. 

Puri undirstrikaði mikilvægi framlags Íslands í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ekki síst hvað varðar áherslu Íslands á mikilvægi þess að karlar og drengir taki þátt í baráttunni. Auk þess hrósaði hún Íslandi fyrir mikilvæg skref til að útrýma kynbundnum launamun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum