Hoppa yfir valmynd
26.04. 2017

Salernisaðstaða sem alþjóðleg réttindi

GoingtothetoiletMannréttindavaktin (Human Right Watch) hvatti ráðherra og aðra fulltrúa á alþjóðlegri ráðstefnu um vatns- og salernismál í síðustu viku til að beina sjónum að hindrunum sem torvelda rétt fólks til að ganga örna sinna í næði og með mannlegri reisn.  

Mannréttindavaktin gaf í liðinni viku út skýrsluna: Going to the Toilet When You Want: Sanitation as a Human Right (Að fara á klósettið þegar þú þarft: Salernisaðstaða sem mannréttindi).                            

Þetta 46 blaðsíðna rit samtakanna byggir á rúmlega tíu ára skýrslugerð um margvíslega misnotkun, mismunun og vandkvæði sem fólk upplifir við það að framkvæma þá einföldu athöfn að létta á sér við öruggar aðstæður með reisn. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2015 bjuggu 2,4 milljarðar manna við ófullnægjandi salernisaðstöðu. Um milljarður manna hafði ekki um annað að velja en að ganga örna sinna úti á víðavangi með tilheyrandi hættu á heilsufarskvillum fyrir allt samfélagið eins og vannæringu, vaxtarhömlun og niðurgangspestum, svo dæmi séu nefnd.

Hvernig fólk stýrir líkamsstarfsemi sinni er kjarninn í mannlegri reisn," segir Amanda Klasing hjá Mannréttindavaktinni í frétt samtakanna. "Fyrir utan það hvað fólki er misboðið felur skert aðgengi að salernisaðstöðu í sér að önnur mannréttindi skerðast líka eins og heilsa og kynjajafnrétti," segir hún.

Rétturinn til að hafa aðgang að salerni byggir á réttinum til að njóta viðunandi lífsgæða og felur í sér að allir eiga að njóta salernisaðstöðu sem veitir nauðsynlegt næði og tryggir reisn, er aðgengileg fötluðum sem ófötluðum, örugg, hrein og bæði félagslega og menningarlega ásættanleg. Fjölmargir fá hins vegar ekki notið þessara mannréttinda eins og tölurnar hér að ofan sýna glöggt.                            

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum