Hoppa yfir valmynd
26.04. 2017

Um 25 milljónir barna utan skóla á átakasvæðum í heiminum

Stríðsátök í heiminum hafa leitt til þess að 25 milljónir barna á aldrinum 6 til 15 ára, eða um 22% barna á þeimi aldri, fá enga formlega menntun. Í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kemur fram að börn á 22 stríðshrjáðum svæðum í heiminum eru utan skóla, flest þeirra stúlkubörn.

"Menntun er aldrei mikilvægari en einmitt á tímum stríðsátaka," segir Josephine Bourne yfirmaður menntamála hjá UNICEF í fréttinni.  Hún bendir á að skólar séu griðarstaður barna, verndi þau gegn vígasveitum  sem vinni þeim mein og því miður fjölgi börnum ört á átakasvæðum sem sækja ekki lengur skóla.

Samkvæmt gögnum UNICEF eru flest grunnskólabörn utan skóla í Suður-Súdan, eða um 72% allra barna. Helmingur barna í Tjad er utan skóla og 46% barna í Afganistan. Í öllum löndunum þremur eru hlutfall stúlkna utan skóla hærra en stráka.

Girls worst affected as conflict keeps more than 25 million children out of school - UNICEF/ UNNewsCentre Over 25 million kids in conflict zones are missing out on education/ Qz 'Horrific' levels of child abuse in unsafe refugee camps, warns EU/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum