Hoppa yfir valmynd
03.05. 2017

Gerbreytt aðstaða fyrir fæðingarhjálp og verðandi mæður

FaedingardeildinÍ mjög afskekktum hluta Mangochihéraðs í Malaví þar sem íslensk stjórnvöld vinna með héraðsyfirvöldum að umbótum í grunnþjónustu eru þrjár heilsugæslustöðvar, syðst og vestast. Á regntímanum er oft ófært á þessa staði svo vikum skiptir í senn, að minnsta kosti akandi. Því er mikilvægt að hægt sé að veita sem mest af almennri heilbrigðisþjónustu á stöðunum sjálfum. 

Undanfarin misseri hefur verið unnið að bættri aðstöðu fyrir verðandi mæður og fyrir fæðingarhjálp. Á þessum stöðum hafa verið reistar tvær fæðingardeildir og þrjú biðskýli, auk þess sem gerðar hafa verið fylgjuholur, brennsluofnar og salerni fyrir íslenskt þróunarfé.

Biðskýlið í Mtimabi er reist eftir staðlaðri teikningu. Þar eru tvö herbergi, auk eldhússins lengst til vinstri. Annað herbergið er ætlað sængurkonum en hitt aðstandendum. Undanfarin ár hafa verið reist 16 slík biðskýli.Við heilsugæslustöðina í Mtimabi hefur verið tekin notkun glæsileg fæðingardeild. Þar fæðast nú að sögn Guðmundar Rúnars Árnasonar verkefnastjóra um 130 börn á mánuði, sem annars hefðu fæðst við mun frumstæðari aðstæður. "Biðskýlið tryggir aðstöðu fyrir verðandi mæður á meðan þær bíða. Þær þurfa oft að ferðast um langan veg til að fæða, fótgangandi eða fluttar á reiðhjóli. Í biðskýlinu er auk þess aðstaða fyrir aðstandendur kvennanna, sem sjá um að elda fyrir þær og þvo og veita þeim annan stuðning," segir hann.

Biðskýlið í Mtimabi er reist eftir staðlaðri teikningu. Þar eru tvö herbergi, auk eldhússins lengst til vinstri. Annað herbergið er ætlað sængurkonum en hitt aðstandendum. Undanfarin ár hafa verið reist 16 slík biðskýli.

EldhusSamskonar einingar eru tilbúnar til notkunar á sjö öðrum afskekktum stöðum í héraðinu. Verið er að ráða starfsfólk og þær verða opnaðar að því búnu. Gera má ráð fyrir að um allt að tíu þúsund börn fæðist á þessum fæðingardeildum en í héraðinu öllu fæðast um 30 þúsund börn á ári.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum