Hoppa yfir valmynd
03.05. 2017

Konur á flótta meginviðfangsefni UN Women á síðasta ári

Unwomenarsskyrsla2016Aldrei hafa fleiri manneskjur neyðst til að flýja heimkynni sín líkt og nú. Um þessar mundir eru 65 milljónir manna á flótta og á vergangi í heiminum. Því miður virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Fyrir vikið beindi landsnefndin fyrst og fremst sjónum að konum á flótta á árinu.
Þannig hefst frétt landsnefndar UN Women þar sem tilkynnt er um útgáfu á ársskýrslu félagsins fyrir árið 2016.

Þar segir ennfremur: "Árið var viðburðaríkt og hófst á neyðarsöfnun fyrir konur á flótta í Evrópu. Dyggur stuðningur landsmanna lét ekki á sér standa var fjármununum varið í setja upp örugg athvörf fyrir konur og börn þeirra á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Í ljósi harkalegra átaka í Írak, seinni hluta árs, efndi landsnefndin til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta frá Mósul, höfuðvígi vígasveita íslamska ríkisins í Írak. Átakinu var gríðarlega vel tekið hér á landi en við lok árs dreifði UN Women í Írak sæmdarsettum til kvenna að andvirði sex milljóna króna sem söfnuðust með neyðarsöfnuninni og sölu á jólagjöf UN Women á Íslandi.

Árið 2016 var einnig stórt HeForShe ár og efndi landsnefndin til átaks á vordögum í samstarfi við KKÍ og Domino´s á Íslandi. Átakið miðaði að því að hvetja karlmenn til að skrá sig á HeForShe.is en rúmlega fjögur þúsund manns skráðu sig og hétu því að beita sér fyrir kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi. Landsnefndin blés einnig til HeForShe - fræðslu átaksins #Ekkihata í október sem miðaði að því að vekja fólk til vitundar um alvarlegra afleiðinga netofbeldis gegn konum og stúlkum. Þess má geta að starfskonur og ungmennaráð UN Women á Íslandi héldu einnig úti öflugu kynningarstarfi um verkefni og starfsemi UN Women árinu auk þess sem fastir viðburðir áttu sér stað; Milljarður rís, Hvatningarverðlaun jafnréttismála og Ljósaganga.

Starfsemi landsnefndarinnar hefur vaxið ört á undanförnum árum. Síðasta ár var engin undantekning og jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi.Við hjá UN Women á Íslandi færum öllum þeim sem studdu við starf landsnefndarinnar á árinu kærar þakkir fyrir að taka þátt í að bæta við líf kvenna og stúlkna um allan heim."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum