Hoppa yfir valmynd
03.05. 2017

Mestu matvælaaðstoð í Malaví lokið og uppskerutími hafinn

HaettadrignaMestu matvælaaðstoð í sögu Malaví lauk í byrjun apríl.  Þá höfðu 6,7 milljón manns fengið aðstoð allt frá því í júlí á síðasta ári.  Horfur um fæðuöryggi næsta árið eru góðar en frá apríl til júní er uppskerutími í Malaví og flestir íbúanna fá þá mat frá eigin ræktun. Þorri fullorðinna íbúa Malaví eru sjálfsþurftarbændur. 

Frá því mannskæð flóð urðu í Malaví árið 2015 hafa náttúruhamfarir staðið yfir linnulítið með tilheyrandi matarskorti. Í kjölfar flóðanna kom langur þurrkatíma á síðasta ári þar sem tæplega 7 milljónir manna þurftu á matvælaaðstoð að halda en í landinu öllu er íbúafjöldi um 17 milljónir.

Síðustu mánuði hefur ástandið í landinu verið að lagast og núna í upphafi uppskerutímans lauk aðgerðum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. WPF hefur annast matvælaaðstoð allt tímabilið og bæði í sunnanverðu landinu og miðhluta landsins hafa allir nóg að bíta og brenna en uppskerutími er ekki hafinn í norðanverðu landinu þar sem rigningar létu á sér standa. Þar ætti þó að rætast úr matarskorti von bráðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum