Hoppa yfir valmynd
03.05. 2017

Veit granni þinn eitthvað um Heimsmarkmiðin?

Final-bubble-central"Ég get ekki sagt að ég þekki nágrannakonu mína. Ég veit þó að hún getur orðið dálítíð pirruð þegar börnin mín eru of hávaðasöm. Ég veit líka að hún notar endurvinnslutunnuna. En hvað finnst henni um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun? Ég hef ekki grænan grun um það. Því verður að breyta."

Þannig hefst í lauslegri þýðingu grein Felix Zimmermanns hjá DevCom sem eru samtök á vegum Þróunarmiðstöðvar OECD í París um kynningarmál í þróunarsamvinnu. Hann segir í greininni - sem birtist á bloggvefnum Development Matters - að brýnt viðfangsefni sé að fá almenna borgara til að grípa til aðgerða í tengslum við Heimsmarkmiðin.

"Ef það á að vera einhver von um að ná Heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 þurfum við að fá alla borgara til þess að breyta hegðan sinni og gildir þá einu hvar þeir búa. Áherslur Heimsmarkmiðanna eru ólíkar frá einni þjóð til annarrar en við þurfum að fá alla borgara í öllum löndum til þess að hvetja ríkisstjórnir, fyrirtæki - og nágranna - til aðgerða.
Lesið endilega hvatningarorð Felix í Development Matters.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum