Hoppa yfir valmynd
24.05. 2017

Dagur rauða nefsins nálgast

Rauda-nefid_palliDagur rauða nefsins nálgast óðfluga en hann verður haldinn hátíðlegur þann 9. júní næstkomandi. Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Með átakinu vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. "Þetta verður skemmtun sem sannarlega skiptir máli," segir á vef UNICEF.
"Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna. Í rauninni ættu allir að hafa rautt nef. Það er gaman að gefa og hláturinn getur lengt lífið ... í bókstaflegri merkingu," segir þar ennfremur.

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum