Hoppa yfir valmynd
24.05. 2017

Norræni loftslagssjóðurinn höfðar til einkageirans

https://youtu.be/h99hPs11FkQ Norræni loftslagssjóðurinn auglýsir síðar á árinu eftir tillögum að verkefnum sjöunda árið í röð. Að þessu sinni er þemað "Climate as business - Testing innovative green business concepts" Sérstök áhersla er lögð á að reyna að ná enn betur til einkageirans. Opið verður fyrir tillögur á tímabilinu 28. ágúst til 29. september 2017. Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility) er vistaður hjá Norræna þróunarsjóðnum (NDF) og veitir styrki til verkefna sem vinna að takmörkun áhrifa loftslagsbreytinga. Sjóðurinn tengir aðila á Norðurlöndunum og í þróunarríkjum, t.d. með upplýsingaskiptum um tæknilega þekkingu og nýsköpun á sviði loftslagsbreytinga. Markmið sjóðsins er að auka getu þróunarríkjanna til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, aðlaga að áhrifum þeirra og vinna að sjálfbærri þróun og útrýmingu fátæktar.

 Sjá nánari upplýsingar um sjóðinn, umsóknarferlið og hverjir geta sótt um.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum