Hoppa yfir valmynd
31.05. 2017

Fundur með framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar

MemwtoMaría Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Högni S. Kristjánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf áttu í dag fund með frú Arancha Gonzáles Laya, framkævmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (International Trade Centre, ITC) í Genf.

ITC er sameiginleg stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna og er eina alþjóðlega þróunarstofnunin sem leggur sérstaka áherslu á alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. 
ITC gerir fyrirtækjum á mörkuðum í þróunarríkjum að verða samkeppnishæfari og tengjast alþjóðamörkuðum á sviði viðskipta og fjárfestinga og stuðla þannig að vexti og sköpun atvinnutækifæra, sérstaklega fyrir konur, ungt fólk og fátæk samfélög.

Auk Maríu Erlu og Arancha González eru á myndini  Högni S. Kristjánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, Edda Björk Ragnarsdóttir og Ragnhildur Arnórsdóttir, Vanessa Erogbogbo og Zeynep Ozgen. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum