Hoppa yfir valmynd
31.05. 2017

Norræn nálgun Heimsmarkmiðanna

https://youtu.be/lm_pNfkAb4E Á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem stendur yfir í Bergen í Noregi var ákveðið að stofna sameiginlegt norrænt verkefni undir yfirheitinu "Nordic Solutions to Global Challenges" (Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum). Í átakinu felst samvinna norrænu þjóðanna fimm um norrænar lausnir í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem eiga að nást fyrir árið 2030. Forsætisráðherrar Norðurlandanna kynna verkefnið í meðfylgjandi myndbandi.

Verkefnið  "Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum" hefur í för með sér sex meginaðgerðir sem eru: græn Norðurlönd, norræn jafnréttisáhrif og norrænn matur og velferð (Nordic Green, Nordic Gender Effect og Nordic Food & Welfare). 

Allar byggjast þessar aðgerðir  á norrænum lausnum á alþjóðlegum áskorunum. Þá áttu forsætisráðherrar Norðurlanda fund með forseta Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem meðal annars var fjallað um norræna samvinnu í tengslum við stafræna tækni, loftslagsmál, framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og verkefnið sem forsætisráðherrarnir hleyptu af stokkunum fyrr um daginn "Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum".

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum