Hoppa yfir valmynd
31.05. 2017

Þjóðir heims vanbúnar undir faraldra

Skyrslafaraldrar"Fjölmargir faraldrar, ótal sjúkdómstilvik, þúsundir tapaðra mannslífa og milljarða króna tekjutap þjóða - allt á fáeinum árum þessarar nýju aldar, á aðeins rúmlega sautján árum - og samt sem áður eru fjárfestingar í heiminum til að bregðast við faröldrum ennþá af skornum skammti. Við vitum að heimurinn kemur til með að standa frammi fyrir heimsfaraldri í náinni framtíð."

Á þessa leið hefjast formálsorð nýrrar skýrslu þar sem vakin er athygli á því að þrátt fyrir framfarir sem hafi orðið með Zika og Ebólu faröldrunum á síðustu árum leiði könnun á vegum undirstofnunar Alþjóðabankans í ljós að flestar þjóðir eru ekki í stakk búnar til að mæta faraldri. Þar segir ennfremur að alþjóðasamfélagið hafi lagt lítið fé af mörkum til að fjármagna aðgerðir til að bregðast við þegar næsti heimsfaraldur gýs upp.
Fátækar þjóðir eru sérstaklega berskjaldaðar gagnvart faröldrum eins og bent er á í skýrslunni.

Skýrslan nefnist " Frá ógn og vanrækslu í fjárfestingu heilbrigðisöryggis: Fjármögnun heimsfaraldurs á landsvísu" (From Panic and Neglect to Investing in Health Security: Financing Pandemic Preparedness at a National Level)  gefin út af Working Group on Financing Preparedness (IWG). Í henni er að finna tólf tillögur um nauðsynlega fjárfestingu þjóða til að bregðast við heilsuvá á borð við faraldra. Í skýrslunni kemur fram að 37 þjóðir hafi svarað svokallaðari Joint External Evaluation (JEE) matskönnun um viðbrögð en beðið sé svara frá 162 þjóðum.

Í nýlegri handbók frá embætti landlæknis, sóttvarnalækni, ríkislögreglustjóranum og almannavarnadeild Landspítala um heilbrigðisþjónustu og almannavarnir segir:

"Faraldrar hafa farið um heiminn öldum saman. Allt frá 16. öld hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir heiminn að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á öld. Á 20. öldinni riðu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir. Sá fyrsti geisaði 1918 og var afar mannskæður. Hann var nefndur spánska veikin en talið er að 50-100 milljón manns hafi látið lífið af hans völdum, en talið er að um 60% Reykvíkinga hafi veikst og allt að 500 manns hafi látist á landinu öllu. Hinir tveir heimsfaraldrarnir riðu yfir 1957 og 1968 en ollu mun minna manntjóni. Áður óþekktar sýkingar af völdum nýrra eða breyttra veira geta greinst og smitað manna á milli, dæmi um slíkt er heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL/SARS), sem greindist fyrst árið 2003. Veikin orsakast af nýjum stofni kórónaveiru sem hefur ekki verið þekktur til að valda sýkingum í mönnum. Ekki er hægt að segja fyrir um hvenær næsti heimsfaraldur inflúensu verður eða sýkingar af völdum nýrra eða breyttra sýkingavalda fara að berast manna á milli. Nýjar óvæntar farsóttir og atvik geta því komið upp og náð útbreiðslu, óháð eðli og uppruna farsóttarinnar."

After Ebola and Zika, Most Countries Still Not Prepared for a Pandemic/ Alþjóðabankinn 
Heilbrigðisþjónustan og almannavarnir - handbók

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum