Hoppa yfir valmynd
08.06. 2017

Babatunde Osotimehin framkvæmdastjóri UNFPA bráðkvaddur

Babatune-3_3_0"Ég harma andlát framkvæmdastjóra UNFPA, Dr Babatunde Osotimehin. Heimurinn hefur misst mikilhæfan leiðtoga sem barðist fyrir velferð allra, sérstaklega kvenna og stúlkna," sagði Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar sú harmafregn barst á mánudag að Osotimehin væri látinn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í New York á mánudaginn, 68 ára að aldri.

Babatunde Osotimehin var framkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, mikilhæfur og litríkur baráttumaður fyrir málsstað sjóðsins, baráttu fyrir heilsu og réttindum kvenna og stúlkna um heim allan. Osotimethin var áður heilbrigðisráðherra í heimalandi sínu, Nígeríu, en hann var læknir að mennt.

Nánar 
UNFPA mourns passing of Executive Director/ UNFPA 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum