Hoppa yfir valmynd
08.06. 2017

Hjálparstarf kirkjunnar veitir mannúðaraðstoð í Sómalíu vegna þurrka og uppskerubrests

Vannaering-i-SomaliuÍ júníbyrjun sendi Hjálparstarf kirkjunnar 15,8 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Sómalíu vegna þurrka og langvarandi ófriðar í landinu. Markmiðið er að tryggja 60.600 manns nægan aðgang að fæðu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Utanríkisráðuneytið veitti 15 milljóna króna styrk til aðstoðarinnar en það er Hjálparstarf norsku kirkjunnar sem stýrir starfinu á vettvangi. 

Veðurfyrirbrigðið El Nino hefur nú valdið mestu öfgum í veðurfari í Sómalíu í 50 ár. Stopul úrkoma síðan um mitt ár 2015 hefur leitt til vatnsskorts sem hefur valdið alvarlegum uppskerubresti. Skepnur hafa fallið úr hor og fólkið hefur neyðst til að selja eigur sínar og taka lán til þess að lifa af. Langvarandi ófriður í landinu gerir ástandið enn verra þar sem hann hefur leitt til þess að fólk hefur þurft að flýja heimkynni sín. Nú er talið að um helmingur þjóðarinnar þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Hjálparstarf kirkjunnar í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og Lútherska heimssambandið hafa skipulagt heildræna aðstoð í Puntland og Somalíland til loka febrúar 2018. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í neyðarbeiðni frá ACT Alliance 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum