Hoppa yfir valmynd
08.06. 2017

Hvað vekur minnstu athygli heimsins í mannúðarmálum?

https://vimeo.com/219811852 Hvað vekur minnstu athyglina í heiminum þegar kemur að mannúðarmálum? Norræna flóttamannaráðið (NRC) hefur svarið: Þegar Afríkubúar neyðast til að flýja heimili sín. "Sú staðreynd að fæst af þessu fólki birtist við útidyrnar heima hjá okkur gefur okkur engan rétt til þess að loka augunum fyrir þjáningu þeirra og tekur ekki frá okkur þá ábyrgð að styðja við bakið á þeim," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri NRC í yfirlýsingu.

Tilefnið er árleg útgáfa á lista yfir vanrækt átakasvæði í veröldinni með flesta flóttamenn í eigin heimalandi.Miðafríkulýðveldið er í efsta sæti. Þar á eftir koma Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (DRC), Súdan, Suður-Súdan, Nígería, Jemen, Palestína, Úkraína, Mjanmar og Sómalía.

Að mati Norræna flóttamannaráðsins er það sammerkt átakasvæðum í ofangreindum löndum að þar er lítill pólítískur vilji til þess að koma á friði, fjölmiðlaumfjöllun er í lágmarki, og fjárstuðningur til mannúðarmála er af skornum skammti. "Langvinn átök vígahópa í löndum eins og Miðafríkulýðveldinu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gætu leitt til mikillar fjölgunar í þessum vopnuðu sveitum," segir Richard Skretteberg hjá NRC í samtali við Reuters fréttaveituna og bendir á að slíkt ástand  - þar sem stjórnsýsla sé veikburða, þúsundir á flótta innanlands, lítil vernd og stuðningur fyrir borgara - sé frjósamt ræktunarsvæði fyrir öfgahyggju. 

Crisis? What crisis? World ignores displaced Africans - aid agency/ ReutersThe Worlds Most Negected Displacement Crisis/ NRC 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum