Hoppa yfir valmynd
08.06. 2017

The Ocean Conference: Fyrsti leiðtogafundur SÞ um úthöfin

Rúmlega fimm þúsund þátttakendur eru komnir til New York á fyrsta leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um málefni úthafanna. Átta þjóðarleiðtogar sækja ráðstefnuna, sjö forsætisráðherrar og 77 aðrir ráðherrar. Til marks um umfang ráðstefnunnar eru hliðarviðburðir 150 talsins.

Ráðstefnan snýst öðru fremur um 14. Heimsmarkmiðið: Líf í vatni - Markmið: Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.

Meðal Íslendinga sem sækja ráðstefnuna má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra, Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, Jóhann Sigurjónsson sérlegur erindreki í málefnum hafsins hjá utanríkisráðuneytinu, Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum og Tuma Tómasson yfirmann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Ráðstefnan hófst á mánudag og lýkur á föstudag. 

Vefur ráðstefnunnar14. Heimsmarkmiðið 
UN Ocean Conference opens with calls for united action to reverse human damage/ UNNewsCentre/ UN 
Fish, finance and Trump: What to expect at the UN Ocean Conference/ Devex 

All hands on deck: Trends in funding for marine conservation/ Devex 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum