Hoppa yfir valmynd
14.06. 2017

Brýnt að draga úr fátækt og stríðsátökum í álfunni

https://youtu.be/WzSQx7H9hXQ Tvennt bar hæst í ávarpi Angelu Merker Þýskalandskanslara í sérstökum leiðtogafundi með þjóðhöfðingum Afríku á mánudaginn: annars vegar að draga úr fátækt og hins vegar að fækka átökum í álfunni. Þýskalandskanslari efndi til leiðtogafundarins með þjóðhöfðingjum Afríku í aðdraganda leiðtogafundar G20 ríkjahópsins í næsta mánuði þar sem Þjóðverjar eru í forsæti.

Merkel hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að berjast gegn fátækt í Afríku til þess að forðast straum flóttafólks til Evrópu. Hún hefur samkvæmt frétt Deutsche Welle gert tengslin við Afríkuþjóðir að áhersluatriði þann tíma sem Þjóðverjar fara með forsæti í G20 ríkjahópnum.

Fundurinn á mánudag var haldinn í Berlín og hann sóttu meðal annars þjóðhöfingjar frá Gíneu, Egyptalandi, Fílabeinsströndinni, Malí, Gana, Túnesíu og Rúanda. Tilgangur fundarins var meðal annars að ræða svokallaðan " samning við Afríku" sem felur í sér samstarfsverkefni G20 ríkjanna og þeirra Afríkuþjóða sem hafa skuldbundið sig til efnahagslegra umbóta með einkafjárfestum í því skyni að auka atvinnu og örva viðskipti.

"Jákvæð þróun í heiminum verður ekki nema allar álfurnar séu þátttakendur," sagði Merkel á Berlínarfundinum "Við þurfum framtak sem ekki talar um Afríku heldur með Afríku," sagði hún.

Kanslarinn gerði ólíka aldurssamsetningu Afríku og Evrópu að umtalsefni, benti á að meðalaldur í Þýskalandi væri 43 ár en í Níger og Malí væri meðalaldur íbúanna 15 ár. "Ef við gefum ekki unga fólkinu tækifæri, ef við fjárfestum ekki í menntun og hæfileikum þeirra, ef við styrkjum ekki stöðu stúlkna og ungra kvenna, munu markmið okkar í þróunarsamvinnu ekki nást," sagði Merkel.  

Fjármálaráðherra Þýskalands tilkynnti á fundinum um samstarfssamninga við Túnis, Fílabeinsströndina og Gana um 300 milljóna evru fjárfestingaráform til stuðnings afrísku þjóðunum.

Germany's Merkel promotes African development ahead of G20/ APG20 and Africa: Mixed expectations/ DWG20-Africa Partnership Conference Berlin 2017: The scramble to empower Africa's youth boom/ Reuters

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum