Hoppa yfir valmynd
14.06. 2017

Jafningjarýni DAC um Ísland kynnt samtímis á mánudag í París og Reykjavík

IMG_1641Næstkomandi mánudag, 19. júní, verða birtar á sama tíma í París og á Íslandi, niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Rýnin nær yfir tímabilið 2013-2016 og felur í sér úttekt á helstu þáttum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands, s.s. laga- og stofnanaumgjörð, stefnumótun og framkvæmd.  

Kynningarfundur um jafningjarýnina hefst í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 12.00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC kynna niðurstöður rýniskýrslunnar og svara fyrirspurnum. 

Áhugafólk um þróunarsamvinnu er hvatt til þess að koma á fundinn.  Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected] eða hakið við á viðburði á Facebooksíðu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.

Takið daginn frá!

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum