Hoppa yfir valmynd
14.06. 2017

Norræni dagurinn í Kampala

NorraenidagurinnÁttunda árið í röð fögnuðu Norðurlandaþjóðirnar sameiginlega þjóðhátíðardegi í Kampala á dögunum.  Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Ísland eiga öll þjóðhátíðardaga í maí og júní og hafa því tekið þann kostinn að láta af sér vita og gleðjast með vinum í Úganda á sameiginlegri hátíð. 

NordicdayÞá hafa sendiráðin jafnan sameinast um að senda frá sér blaðagrein sem tekur á einhverju sem þau telja til framfara horfa í Úganda. Að þessu sinni var umræðuefni upplýsinga- og tjáningarfrelsi.  Sama þema var í ræðu kvöldsins þar sem Sam Kutesa utanríkisráðherra var heiðursgestur. 

Talsvert stór hópur Norðurlandabúa er í Úganda og einnig fólk sem kemur að þróunarsamvinnu, viðskiptum, félagasamtökum og hefðbundinni utanríkisþjónustu. Gestalistinn var því langur, um 500 manns.  

Að sögn Stefáns Jóns Hafstein forstöðumanns íslenska sendiráðsins í Úganda hefur sú hefð skapast að ríkin sameinast ekki bara um eitt málefni sem þau vilja leggja áherslu á heldur hafa þau líka kappkostað að bjóða upp á mat og drykk frá heimalöndum sem er ákaflega vel þokkað.  
Á myndinni eru t.f.v. Mogens Petersen sendiherra Dana, Stefán Jón Hafstein forstöðumaður íslenska sendiráðsins, Urban Andersson sendiherra Svía og  Susan Eckey sendiherra Noregs.

Nánar - blaðaauki með The Vision

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum