Hoppa yfir valmynd
21.06. 2017

Hlauptu gegn ofbeldi

HlauptuUN Women styrkir One stop athvörf Panzi spítalans í Austur-Kongó fyrir konur sem þolað hafa gróft kynbundið ofbeldi. Þar er bráðavakt sem veitir læknisþjónustu, áfallahjálp, sálfræðilega og lagalega þjónustu auk þess sem konur fá aðstoð við að fara aftur af stað út í lífið og aðlagast fjölskyldum sínum og samfélagi upp á nýtt.

Um 40-60% kvenna sem hlotið hafa aðhlynningu í One-Stop athvörfunum geta ekki snúið aftur heim í ofbeldið eða glíma við langvarandi veikindi í kjölfar ofbeldis. Þeim konum býðst að fara í árs langa meðferðá Panzi spítalanum þar sem þeim er úthlutað húsnæði, sjálfsstyrkingu, lestrar- og stærðfræðikennslu, atvinnuráðgjöf og jafnvel smærri styrki og lán sem gerir konum kleift að hefja rekstur sem skapar þeim lífsviðurværi.
Með því að hlaupa í nafni UN Women eða heita á hlaupara UN Women veitir þú konum í Austur Kongó sem beittar hafa verið ofbeldi nauðsynlega vernd, áfallahjálp, uppbyggingu og kraft til framtíðar. Hver króna skiptir máli.

Hlaupum gegn ofbeldi - hlaupum í nafni UN Women.Þú getur skráð þig til leiks hér  eða heitið á hlaupara UN Women með því að smella á þennan hlekk..Þinn stuðningur skiptir máli!

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum