Hoppa yfir valmynd
28.06. 2017

Barnahjónabönd dýru verði keypt

Eicm_global_conference_edition_june_27_final_-_coverÁ hverju ári giftast 15 milljónir stúlkna áður en þær ná 18 ára aldri. Barnahjónabönd hafa margar skaðlegar afleiðingar eins og brotthvarf úr skóla, snemmbúnar þunganir, heimilisofbeldi og ungbarnadauða.  Fjölmarg samtök og alþjóðastofnanir berjast gegn barnahjónaböndum og Alþjóðabankinn efndi til ráðstefnu í gær um efnahagslegar afleiðingar barnahjónabanda undir yfirskriftinni: Dýru verði keypt? (At What Cost?)

Kristín Friðsemd Sveinsdóttir skrifaði BA ritgerð um barnahjónabönd í fyrra og sagði meðal annars í inngangi:

"Hin ýmsu hjálparsamtök hafa verið ötul í baráttunni gegn barnahjónaböndum síðustu ár enda geta þau haft skaðleg áhrif, sérstaklega á stúlkubörn. Áhrifin eru bæði af félagslegum, andlegum, efnahagslegum og heilsufarslegum toga. Hvernig stendur á því að það sé enn við lýði víðsvegar um heiminn að börn séu gift löngu áður en þau eru andlega og líkamlega tilbúin til þess? Hvaða afleiðingar hefur þessi hefð og hvað er hægt að gera? Þetta eru spurningar sem leitast er við að svara í ritgerðinni.

Mikilvægt er að skilja þær margþættu ástæður sem liggja að baki barnahjónaböndum sem geta verið pólitískar, menningarlegar og efnahagslegar. Etnógrafískar rannsóknaraðferðir mannfræðinnar geta komið að góðu gagni við það. Hjálparsamtök hafa hinsvegar fengið gagnrýni á sig fyrir að einfalda vandamálið sem og að horfa á barnahjónabönd út frá vestrænu sjónarhorni. Mikilvægt er að átta sig á því hversu ólíkar hjúskaparhefðir eru í mismunandi samfélögum og á ólíkum tímabilum og að hugmyndir um barnæskuna geti sömuleiðis verið fjölbreyttar. 

Fyrsta skrefið til þess að uppræta barnahjónabönd er að setja reglugerðir gegn þeim en einnig skiptir máli að efla fræðslu almennings sem og leiðtoga samfélaga og löggæsluaðila. Eins er mikilvægt að bæta skráningu fæðinga og giftinga í þróunarlöndum þar sem barnahjónabönd eru algengust. Barnahjónabönd verða þó líklegast aldrei upprætt að fullnustu fyrr en ráðist hefur verið á rót vandans sem er fátækt og misrétti."

Child Marriage Will Cost Developing Countries Trillions of Dollars by 2030, Says World Bank/ICRW Report 
-The rippling economic impacts of child marriage, eftir Quentin Wodon/ Alþjóðabankablogg 
-Infographic: Putting a Price Tag on Child Marriage/ Alþjóðabankinn 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum