Hoppa yfir valmynd
28.06. 2017

Breytir viðhorfum Vesturlandabúa til Afríku - vefsíðan "Everyday Africa"

TedAfríka hefur löngum verið einsleit í augum Vesturlandabúa. Tilhneiging er til þess að tala um Afríku sem eitt og sama landið, eina heild, fólkið, menninguna, landsvæðin, stríðin eitt og sama stríðið. Everyday Africa er Instagram síða sem virðist vera að breyta ímynd Afríku á Vesturlöndum.

Anna Gyða Sigurgísladóttir dagskrárgerðarmaður á RÚV sagði á dögunum frá Everyday Africa í þættinum Lestinni á Rás 1. "Everyday Africa samanstendur af ljósmyndurum sem koma víðs vegar að úr álfunni og taka myndir af hversdagslífi í ríkjum hennar. Stofendur síðunnar, ljósmyndarinn Peter DiCampo, og blaðamaðurinn Austin Merrill, hyggjast sýna Afríku í nýju ljósi - sýna hana í því ljósi sem fréttamiðlar gera ekki, og geta ekki. Á  Instagram síðunni, sem þrjúhundruð fjörtíu og fimm þúsund fylgjendur skoða reglulega, er nú að finna hátt í fjögur þúsund myndir," sagði Anna Gyða í þættinum.

Í Lestinni er vitnað í Chimamanda Ngozi Adichie sem segir að ef við segjum eina sögu af fólki, aftur og aftur og aftur, þá verði fólkið óhjákvæmilega að þeirri einu sögu, og að það sé mikilvægt að tala um völd er við tölum um einsleitar frásagnir. "Einsleita sagan býr til staðalmyndir, og vandamálið við staðalmyndir er ekki að þær séu ekki sannar, heldur að þær séu ófullkomnar. Þær gera eina sögu að einu sögunni," segir Adichie í fyrirlestri sínum (sjá myndbandið hér að ofan).

Nánar á RÚV 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum