Hoppa yfir valmynd
28.06. 2017

Hægt að styðja 235 malavískar stelpur fyrir íslenskt söfnunarfé

Unnamed1Hægt verður að styðja 235 malavískar stelpur fyrir fé sem safnaðist á "Bjór & bindi" viðburðinum á Kex Hostel í síðustu viku. Alls söfnuðust tæpar 120 þúsundir króna á viðburðinum en þar komu fram rappararnir Tay Grin frá Malaví og Tiny og Gísli Pálmi frá Íslandi ásamt tónlistarkonunni Hildi. Mesta athygli fjölmiðla vakti dans Elísar Reid forsetafrúar með malavíska rapparanum og rapp bresku sendiherrahjónanna, Michaels og Sawako Nevin.

Tay Grin er He for She-leiðtogi og ferðast um heim­inn til að vekja at­hygli á málstaðnum.

Tónleikarnir á Kex voru haldnir til þess að safna fé til kaupa á marg­nota dömu­bind­um fyr­ir stúlk­ur í Mala­ví til að þær geti mætt í skóla meðan á blæðing­um stend­ur og flosni síður upp úr námi.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra og Elísa Reid for­setafrú­ ávörpuðu gesti . Michael Nevin sendiherra kynnti Malaví og sagði meðal annars frá þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Sjálfur var hann þar um árabil sem sendiherra Breta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum