Hoppa yfir valmynd
28.06. 2017

Íbúafjöldi 26 Afríkuríkja tvöfaldast fram til 2050

Manfj0ldiÁrið 2050 er því spáð að jarðarbúar verði um tíu milljarðar. Um næsta aldamót verða þeir orðnir rúmlega ellefu milljarðar. Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna sem kom út í síðustu viku - World Population Prospects: The 2017 Revision - eru jarðarbúar 7,6 milljarðar um þessar mundir en voru 7,4 milljarðar árið 2015. Fjölgunin er langmestu leyti bundin þróunarríkjum því víðast hvar annars staðar í heiminum eignast fólk færri börn en áður.

Í skýrslunni eru sjónum fyrst og fremst beint að þróunarríkjunum þar sem fæðingar eru flestar. Þjóðir heims hafa ákveðið með samþykkt Heimsmarkmiðanna að útrýma fátækt og vernda jörðina. Því blasa við áskoranir um að draga úr barneignum fátækra þjóða en samkvæmt mannfjöldaspám er líklegt að íbúafjöldi 26 ríkja Afríku tvöfaldist fyrir árið 2050, að því er fram kemur í skýrslunni.

"Það bætast við á hverju ári rúmlega 83 milljónir manna og reiknað er með að íbúum jarðarinnar fjölgi áfram þrátt fyrir að þess megi vænta að frjósemi haldi áfram að minnka," segja skýrsluhöfundar.

Indverjar fjölmennastir

Athygli vekur að eftir innan við sjö ár verða íbúar Indlands orðnir fleiri en íbúar Kína. Þetta mun gerast árið 2024 þegar íbúar Indlands verða orðnir 1,4 milljaðar og Kínverjar 1,3 milljarðar.

Þá kemur fram í skýrslunni að helmingur mannfjölgunarinnar fram til ársins 2050 verður bundinn við aðeins níu þjóðir: Indland, Nígeríu, Kongó, Pakistan, Eþíópíu, Tansaníu, Bandaríkin, Úgnda og Indónesíu.  Enn fremur segir í skýrslunni að um miðja öldina verði Nígería þriðja fjölmennasta ríki heims en ekki Bandaríkin eins og nú er.

Samkvæmt skýrslunni dregur talsvert úr barneignum í fátækustu ríkjum Afríku. Á árunum 2000 til 2005 áttu konur í álfunni að meðaltali 5,1 barn en meðaltalið var komið niður í 4,7 börn á árabilinu 2010 til 2015. Til samanburðar eignuðust konur í Evrópu að meðaltali 1,6 börn á sama tíma.

Þessi þróun leiðir eðlilega af sér fjölgun í elstu aldurshópunum. Fram kemur í skýrslunni að reiknað er með að sextugir og eldri verði tvöfalt fleiri árið 2050 miðað við í dag og þrefalt fleiri árið 2100, eða 3,1 milljarður á móti 962 milljónum í dag.

Þótt meðalaldur íbúa Afríku verði fyrirsjáanlega á næstu áratugum í lægri kantinum verður engu að síður mikil fjölgun meðal eldri kynslóða í áflunni. Frá þessu ári og fram til ársins 2050 er reiknað með að aldraðir verði orðnir 9% íbúafjöldans borið saman við 5% í dag. Og þeir verða í lok aldarinnar orðnir 20% íbúanna.

World population to hit 9.8 billion by 2050, despite nearly universal lower fertility rates - UN 
World population projected to reach 9.8 billion in 2050, and 11.2 billion in 2100/ UN 

World Population Prospects 2017/ ESA 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum