Hoppa yfir valmynd
28.06. 2017

Versti kólerufaraldur sögunnar í Jemen

https://youtu.be/hS9oF93F3K4 Kólerufaraldurinn í Jemen er sá versti í sögunni. Sjúkdómurinn breiðist hratt út og skráð tilfelli eru komin yfir 200 þúsund. Fimm þúsund ný tilvik eru skráð daglega.

Á innan við tveimur mánuðum hefur faraldurinn náð til nánast allra héraða í þessu stríðshrjáða landi. Þegar hafa rúmlega 1300 látist úr sjúkdómum, fjórðungur látinna eru börn, og dánartölur hækka dag hvern.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) keppast við ásamt fjölmörgum öðrum samtökum að því að hefta útbreiðslu plágunnar, unnið er myrkranna á milli til að ná til fólks og lögð áhersla á hreint vatn, viðunandi salernisaðstöðu og lyfjagjöf. 

Bráðabjörgunarsveitir eru að störfum og fara hús úr húsi til að veita meðal annars upplýsingar um sjúkdóminn og varnir gegn honum.

Samkvæmt frétt frá UNICEF er kólerufaraldurinn bein afleiðing tveggja ára vopnaðra átaka í landinu. Á fimmtándu milljón manna hefur ekki lengur aðgang að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og salernisaðstöðu, en skortur á öllum þessum þáttum kyndir undir útbreiðslu kólerunnar. Þá hefur aukin vannæring barna í för með að ónæmiskerfi þeirra verður veikara. Í fréttinni segir að um þrjátíu þúsund innlendir heilbrigðisstarfsmenn berjist gegn sjúkdómnum og hafi verið án launa í tíu mánuði.

UNICEF hvetur ekki aðeins stjórnvöld í Jemen til að greiða fólkinu umsamin laun heldur hvetur alla hlutaðeigendur til þess að slíðra vopnin og koma á friði.

The war in Yemen has led to the worst cholera outbreak in the world/ VOX 
Yemen Now Faces 'The Worst Cholera Outbreak In The World,' U.N. SaysWHO hopes Yemeni cholera outbreak is half done at 218,000 cases// Reuters 
2016-17 Yemen cholera outbreak/ Wikipedia 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum