Hoppa yfir valmynd
05.07. 2017 Utanríkisráðuneytið

Ekki til umræðu að breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu vegna öryggismála, segir formaður DAC

CharlottaBreska ríkisstjórnin vill breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu hvað öryggismál áhrærir en Charlotte Petri Gornitzka formaður DAC - þróunarsamvinnunefndar OCED - segir slíkt ekki til umræðu. Samkvæmt frétt Devex fréttaveitunnar var reglum um opinbera þróunarsamvinnu (ODA) síðasta breytt varðandi öryggismál árið 2016 og þá féllust fulltrúar 30 aðildarríkja DAC á tillögur um að heimila að fleiri þættir tengdir öryggismálum falli undir ODA skilgreiningar, meðal annars útgjöld tengd baráttunni gegn ofbeldisfullri öfgahyggju.

Breski íhaldsflokkurinn hvatti að sögn Devex mjög til þessara breytinga og hét því í aðdraganda kosninganna í Bretlandi á dögunum að rýmka þessar reglur enn frekar. Charlotta Petri Gornitzka formaður DAC sagði hins vegar í samtali við Devex að önnur mál væru í forgangi hjá DAC, meðal annars innanlandskostnaður vegna flóttamanna og aðkoma einkageirans. Krafa Breta væri ekki til umræðu.

"Við viljum ekki taka nýjar ákvarðanir á hverju ári. Það væri veikleiki í sjálfu sér," sagði hún í samtali við Devex. Sjálf var hún mótfallinn breytingunum í fyrra en þá var hún fulltrúi Svía og framkvæmdastjóri SIDA, sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar.

Charlotta Petri var hér á Íslandi fyrir nokkru þegar hún kynnti fyrstu jafningjarýni DAC á íslenskri þróunarsamvinnu. Myndin af henni hér til hliðar var tekin í Safnahúsinu við Hverfisgötu þegar DAC skýrslan var kynnt.

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum