Hoppa yfir valmynd
05.07. 2017 Utanríkisráðuneytið

Hungur í heiminum hefur aukist á síðustu tveimur árum

FaofundurBaráttan gegn hungri í heiminum hefur síðasta aldarfjórðunginn leitt til þess að sífellt færri búa við sult. Þetta framfaraskeið er á enda. Hungrið í heiminum hefur aukist á síðustu tveimur árum. Á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem hófst í Rómaborg í gær kom fram að matvælaskorturinn í heiminum er sá mesti frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar.

"Ég vildi að ég gæti sagt einhverjar góðar fréttir hér í dag um baráttuna gegn hungri... en því miður er það ekki raunin," sagði Jose Graziano da Silva framkvæmdastjóri FAO við opnun ráðstefnunnar í gær.

Nítján þjóðir búa samkvæmt skilgreiningu FAO við alvarlegan matarskort sem bæði er tilkominn vegna átaka og loftslagsbreytinga. Meðal þjóðanna eru Suður-Súdan, norðausturhluti Nígeríu, Sómalía og Jemen en í síðastnefnda landinu eru 20 milljónir manna við hungurmörk. Þótt nýlega hafi því verið lýst yfir að hungursneyð ríki ekki lengur í Suður-Súdan eru milljónir manna í landinu sem hafa ekki ofan í sig.

Um 60% hungraðra í heiminum búa á átakasvæðum eða heimshlutum þar sem loftslagsbreytingar hafa gert óskunda. Graziano da Silva sagðist í ávarpi sínu að ástæða væri til þess að óttast að þetta fólk færi á vergang og talan yfir flóttafólki í heiminum myndi þá tvöfaldast.

Um eitt þúsund þátttakendur er á ráðstefnu FAO sem haldin er annað hvert ár. Þetta 40. ráðstefnan og þar eru á dagskrá ýmiss stefnumótandi málefni sem tengjast alþjóðlegu matvælaöryggi. 

Nánar
World hunger on the rise again, reversing years of progress/ FAO 
Achieving Zero Hunger by 2030 requires turning political will into concrete actions/ FAO 
FAO Conference 40th Session: 9 Things to Know/ FAOTurning national pledges into action crucial in fight against hunger, stresses head of UN agency/ UN

At the root of exodus: Food security, conflict and international migration/ EC 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum