Hoppa yfir valmynd
30.08. 2017 Utanríkisráðuneytið

Flóttamenn í Úganda frá Suður-Súdan komnir yfir eina milljón

SsudanFlóttamenn frá Suður-Súdan sem leita skjóls í Úganda eru komnir yfir eina milljón. Hvergi í heiminum er flóttamannavandinn meiri, segir í fréttaskýringu IRIN fréttaveitunnar. Sérfræðingar telja litlar líkur á friði. Stríðið heldur því áfram og örvæntingarfullir flóttamenn streyma yfir landamærin til nágrannaríkja, flestir yfir til Úganda. Þangað koma að jafnaði dag hvern um 1800 flóttamenn.

Þrátt fyrir velvild heimamanna og stuðning alþjóðasamfélagsins til að bregðast við neyð fólksins sem flýr óhugnanlegt ofbeldi skortir mikið á fjármagn til að veita þann stuðning sem þyrfti. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur aðeins  tekist að fá fimmtung þess fjár sem til þarf.

Auk Úganda leitar flóttafólk frá Suður-Súdan til Eþíópíu, Kenía, Lýðræðislega lýðveldisins Kongó og Miðafríkulýðveldisins.

A war without end: Neighbours carry the burden of South Sudan's fleeing millions/ IRIN 

Khaled Hosseini marks one millionth South Sudanese refugee in Uganda/ UNHCR

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum