Hoppa yfir valmynd
30.08. 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýr sendiherra Namibíu hjá forseta Íslands

ForsetinamGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti á dögunum fund með nýjum sendiherra Namibíu, frú Morina Muuondjo, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á vef forseta kemur fram að þau hafi meðal annars rætt um sögu þróunaraðstoðar í Namibíu og hlutdeild Íslendinga. Namibía var samstarfsland Íslendinga í tvo áratugi í þróunarsamvinnu en samstarfinu lauk árið 2010 í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi. Á vef forseta segir að sendiherrann hafi einnig rakið hvernig tekist hefur að byggja upp réttarríki í landinu og virðingu fyrir leikreglum lýðræðis, eftir nýlenduok og átök.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum