Hoppa yfir valmynd
30.08. 2017 Utanríkisráðuneytið

Rúmir sjö milljarðar á síðasta ári til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu

Framlog-til-throunarsamvinnu-2016_skifurit.JPGEndanlegar tölur um framlög til alþjóðlegrar þróunaramvinnu Íslands á síðasta ári liggja nú fyrir. Árið 2016 námu framlögin 7,1 milljarði kr. sem svarar til 0,29% af vergum þjóðartekjum (VÞT). Framlög til flóttamanna og hælisleitenda hækkuðu um tæpa 1,3 milljarða kr. milli ára. Til samanburðar námu framlögin tæplega 5,3 milljörðum kr. á árinu 2015 eða 0,24% af VÞT.

Utanríkisráðuneytið ráðstafaði tæplega 5 milljörðum króna, eða 4.992,3 milljónum (71%), en önnur ráðuneyti rúmlega 2 milljörðum, þ.e. þau ráðuneyti sem hafa umsjón með þeim kostnaði við hælisleitendur og flóttamenn sem talinn er með til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Framlög til nokkurra alþjóðastofnana eru einnig á hendi annarra ráðuneyta en utanríkisráðuneytisins.

Á skífuritinu má sjá hvernig framlög Íslands til þróunarsamvinnu á árinu 2016 skiptust en einnig er ítarlegt yfirlit að finna hér í öðru skjali.  

Kafli um framlög Íslands á síðasta ári

Þróunarsamvinnuskýrsla OECD árið 2017 kemur út í október með tölfræðigögnum um framlög þjóðanna sem eiga aðild að DAC, þróunarsamvinnunefnd OCED. Hins vegar hafa verið birtar á vef samtakanna yfirlitskaflar með bráðabirgðartölum frá einstaka löndum um skiptingu framlaga eftir ýmiss konar skilgreiningum. Þar á meðal er kafli um framlög Íslands á árinu 2016.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum