Hoppa yfir valmynd
30.08. 2017 Utanríkisráðuneytið

Sjálfsefling stelpna með tónlist

Solitogo0817Um miðjan mánuðinn, dagana 16.-20. ágúst voru Tógórokkbúðirnar fyrir stelpur haldnar í annað sinn. Á Facebook síðu samtakanna Sól í Tógó segir að fjörtíu tógólísur hafi tekið þátt ásamt búðarstýrum sínum í gistibúðum í Kpalime í fjöllunum fyrir norðan Lome.

"Stelpurnar sem eru á aldrinum tíu til tvítugs voru óstöðvandi og fórnuðu röddum sínum og svefni og unnu kraftmikla dagskrá á fimm dögum og fluttu rapp, súkk, reggae, popp, rokk og gospel á lokatónleikum búðanna. Það var byrjað að æfa sjö á morgnanna og spilað fram á kvöld. Í rokkbúðunum fengu stúlkurnar næði og aðstæður til þess að efla tjáningu og sköpunarkrafta sína og láta ljós sitt skína. Í þessum búðum ríkti sérstakur samhugur og var mjög áhugavert að sjá hvað stelpurnar voru duglegar að hvetja hvora aðra og höfðu getu til þess að vinna og starfa saman með sameiginlega hagsmuni og markmið í huga. Talandi um sjálfseflingu stúlkna þá eru rokkbúðirnar í Tógó mjög gott fordæmi þar sem stelpurnar efldust og styrktust við hvert lag sem rann út úr smiðju þeirra. Galdurinn virtist vera að vinna saman og styrkjast saman.

Það sem við lærðum af tógólískum stúlkum í þetta sinn er að við heima á Fróni mættum dansa aðeins meira og vera örlíðið hressari á sviði en orka stelpnanna var óþrjótandi. Sól í Tógó eru himinlifandi yfir ánægjulegu samstarfi við Stelpur Rokka! Mirlindu Kuakuvi og tógólísurnar sem rokka," segir í pistlinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum