Hoppa yfir valmynd
06.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Flóð í Afríku kostuðu 25 sinnum fleiri mannslíf en Harvey

FjoldagrofReutersÞegar aðeins er horft til dauðsfalla af völdum flóða í Afríku í nýliðnum ágústmánuði kemur í ljós að flóð í álfunni kostuðu 25 sinnum fleiri mannslíf en fellibylurinn Harvey í Texas. Qartz fréttaveitan vekur athygli á þessari staðreynd og segir í frétt að fjölmiðlar hafi ekki gert þessum hamförum hátt undir höfði. Sama gildi um alvarleg flóð í sunnanverðri Asíu sem hafi valdið miklu manntjóni.

Þótt tæplega hefði verið unnt að afstýra eyðileggingunni í Houston gildir annað um hamfarirnar í Afríku sem urðu verri vegna þess hversu skipulag frárennslismála er slæmt, segir í fréttinni. Þá megi líka benda á að björgunarsveitir hafi bjargað ófáum mannslífum í Houston en engum slíkum sveitum hafi verið til að dreifa víðs vegar í Afríku og aukið á mannskaðann.

Alls hafi 50 manns farist í Texas en flóð og aurskriður hafi orðið 1.240 að aldurtila í Afríku í ágústmánuði.

Myndin sýnir gerð fjöldagrafar í Afríkuríki - ljósmynd: Reuters/  Afolabi Sotunde

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum