Hoppa yfir valmynd
21.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í gær

https://youtu.be/sWpufmFFQj4 Flestir þjóðarleiðtogar heims er komnir til New York á árlegan fund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í gær. Allsherjarþingið er vettvangur þjóðarleiðtoga til þess að ræða brýnustu málefni samtímans, þingið hefst jafnan þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember.

Þetta er 72. Allsherjarþing SÞ en margir sækja nú þingið í fyrsta sinn, þar á meðal Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Íbúar jarðarinnar eru í brennidepli á allsherjarþinginu eins og sjá má á einkunnarorðunum: 'Focusing on People - Striving for Peace and a Decent Life for All on a Sustainable Planet.

Fyrir fundinn töldu fréttaskýrendur að mesta eftirvæntingin væri bundin við ávarp Bandaríkjaforseta eins og fram kemur í meðfylgjandi fréttaskýringu á myndbandinu. Í ræðunni endurtók Trump það sem hann hafði áður sagt að skrifræði væri of mikið innan Sameinuðu þjóðanna og samtökin hefðu liðið fyrir skrifræði og slælega stjórnun.

Six major humanitarian challenges confronting the UN General Assembly/ IRIN-"Skrifræði" heldur aftur af SÞ/ Mbl.is-Kallar eftir umbótum á Sameinuðu þjóðunum/ Vísir 
-Pútín sleppir fundi SÞ fyrir stríðsleiki/ Mbl.is 

Fact check: Trump makes misleading boasts on economy and foreign issues in U.N. speech/ USAToday 

-

An America First president addresses the United Nations/ Economist 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum