Hoppa yfir valmynd
21.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Lýðræði hindrar átök og stuðlar að friði

International-Day-of-Democracy-15-September-PictureLýðræði á undir högg að sækja víða um heim. Mannréttindi, málfrelsi, umburðarlyndi og jafnrétti eru dregin í efa og þar með grafið undan friði og stöðugleika.

Þema  Alþjóðadags lýðræðis, sem haldinn var í síðustru viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru forvarnir gegn átökum og nauðsyn þess að efla lýðræði  til þess að efla frið og stöðugleika. "Á alþjóðalýðræðisdaginn er ástæða til að gaumgæfa stöðu lýðræðis í heiminum í dag," sagði í frétt UNRIC.

Þar segir ennfremur að lýðræði sé jafnt ferli sem markmið og það verði trauðla að veruleika alls staðar og í þágu allra án stuðnings alþjóðasamfélagsins, innlendra stofnana á hverjum stað, borgaralegs samfélags og einstaklinga. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á að á þesum degi sé ástæða til að ítreka stuðning við heim þar sem friður, réttlæti, virðing, mannréttindi, umburðarlyndi og samstaða ráði ríkjum.  

"Gjá á milli fólks er djúp og fer vaxandi  og sama gildir um gjána á milli fólksins og pólitískra stofnana, sem eiga að vera fulltrúar þeirra. Ótti býr í of miklum mæli að baki ákvörðunum. Þetta er ógn við lýðræðið,"  segir Guterres.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum