Hoppa yfir valmynd
21.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Svört skýrsla Matvælaáætlunar SÞ um vaxandi hungur í heiminum

https://youtu.be/yLARhuGlYz8 Í rúmlega tíu ár hefur hungruðum í heiminum fækkað með ári hverju. Nú fjölgar þeim á ný. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) voru 815 milljónir manna undir hungurmörkum á síðasta ári, 38 milljónum fleiri en árið áður. 

Skýringar er fyrst og fremst að finna í auknum stríðsátökum og afleiðingum hamfara vegna loftslagsbreytinga.

Skýrsla WFP - The State of Food Security and Nutrition in the World 2017 - kom út í síðustu viku, sú fyrsta sem gefin er út eftir að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt með til dæmis markmiðunum að útrýma fátækt og hungri fyrir árið 2030.

Fram kemur í skýrslunni að 155 milljónir barna búa við vaxtarskerðingu og 52 milljónir barna eru of létt miðað við hæð. Þá er talið að um 41 milljón barna séu í yfirþyngd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum