Hoppa yfir valmynd
21.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Tíu milljónir til neyðarsjóðs SÞ vegna afIeiðinga fellibylsins Irmu

Irma_1505990836083Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra veitti á dögunum rúmum 10 milljónum króna til neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Response Fund, CERF) vegna skelfilegra afleiðinga fellibylsins Irmu sem gekk yfir eyjar Karíbahafsins fyrr í mánuðinum. Alþjóðlegar mannúðarstofnanir eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) gera ráð fyrir að sækja fjármagn til CERF til þess að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum. 

Tilgangur Neyðarsjóðs SÞ er að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist fórnarlömbum náttúruhamfara og átaka tímanlega og á sem skilvirkastan hátt. Sjóðurinn fjármagnar skyndiviðbrögð, neyðaraðstoð og viðbrögð við hamförum af völdum stríðs eða náttúruhamfara.

Af dæmum um undirfjármagnaða neyð sem sjóðurinn hefur stutt síðustu vikurnar má nefna 45 milljónir Bandaríkjadala framlag til fjögurra mannúðarverkefna í Afganistan, Mið-Afríkulýðveldinu, Tjad og Súdan sem gert er ráð fyrir að veiti lífsbjargandi aðstoð til rúmlega 20 milljóna manna. Þá ákvað CERF nýlega að veita 7 milljónir Bandaríkjadala til aðstoðar við þær þúsundir manna sem nú flýja ofbeldið í Mjanmar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum