Hoppa yfir valmynd
21.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík fær viðurkenningu PRME

PrmePRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Fram kemur á vef HR að með því að skrifa undir viljayfirlýsingu PRME hafi viðskiptadeild HR skuldbundið sig til að leggja áherslu á kennslu í samfélagsábyrgð og ábyrgri stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum