Hoppa yfir valmynd
27.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Einar Gunnarsson stýrir nefnd á allsherjarþinginu

EinarG2Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum stýrir mannúðar- félagsmála og menningarnefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Nefndin sem gengur undir heitinu "þriðja nefndin" kaus Einar formann síðastliðið vor en hann tekur við formennskunni nú þegar 72. þingið er hafið. 

Einar hefur verið fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2014 og var einn af varaforsetum Allsherjarþingsins 2014-2015. Áður var hann ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og stjórnarerindreki í fastanefnd Íslands hjá stofnunum SÞ í Genf, hjá Evrópusambandinu í Brussel, auk starfa á viðskipta- og varnarmálaskrifstofum ráðuneytisins.  Einar er lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
UNRIC greinir frá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum