Hoppa yfir valmynd
27.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um þróunarsamvinnuverkefni samþykktar

Brothers3Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna hafa verið samþykktar í utanríkisráðuneytinu. Fjárhæð þeirra nemur 175 milljónum króna, þar af koma 56 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári.

Verkefnin sem fengu úthlutun verða unnin af Hjálparstarfi kirkjunnar, SOS Barnaþorpunum á Íslandi, Enza, Sambandi íslenskra kristniboðssamtaka og styrktarfélaginu Brosköllum. Verkefnin verða unnin í þremur Afríkuríkjum, Eþíópíu, Kenía og Suður-Afríku.

Alls bárust tíu umsóknir frá sjö borgarasamtökum að þessu sinni. Verkefnin fimm sem samþykkt voru eru í einstaka tilvikum háð fyrirvörum ráðuneytisins um úttektir eða upplýsingar um árangur fyrri verkefna.

Verkefnin sem hljóta styrki eru þessi - en frásagnir um verkefnin verður bæði að finna í Heimsljósi í dag og í næstu viku:

Langtímaverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar um stuðning við sjálfbæra lifnaðarhætti og matvælaöryggi á afskekktum svæðum í Austur-Eþíópíu til þriggja ára að heildarupphæð 80,7 m.kr, þar af verði 20 m.kr. til úthlutunar árið 2017.

Langtímaverkefni SOS Barnaþorpanna á Íslandi til fjölskyldueflingar í Eþíópíu til fjögurra ára að heildarupphæð 67,6 m.kr., þar af verði 20 m.kr. til úthlutunar árið 2017.

Langtímaverkefni samtakanna Enza til valdeflingar og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna í fátækrahverfum í Suður-Afríku að heildarupphæð 14,8 m.kr, þar af verði 4 m.kr. til úthlutunar fyrir árið 2017.

Verkefni Sambands íslenskra kristniboðssamtaka til menntunar á jaðarsvæðum í Kenía að heildarupphæð 8 m.kr.

Nýliðaverkefni Styrktarfélagsins broskalla til menntaverkefnis í Kenía að heildarupphæð 4 m.kr.  

Borgarasamtök - umsóknir/ ICEIDA 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum