Hoppa yfir valmynd
27.09. 2017 Utanríkisráðuneytið

Íslensk landsnefnd UN Women undirbýr stórátak til stuðnings konum í Zaatari flóttamannabúðunum

UnwomanzaatariFulltrúar landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýkomnir heim eftir vel heppnaða ferð í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu þar sem tekið var upp efni í heimsóknum á griðastaði fyrir konur sem reknir eru af UN Women. 

Zaatari búðirnar eru aðrar stærstu flóttamannabúðir í heiminum og í griðastöðunum fá konur í búðunum atvinnuskapandi tækifæri til þess að geta séð fyrir sér og börnum sínum. 

"Við fengum innsýn inn í líf margra æðislegra kvenna og hvað UN Women er að vinna magnað starf í búðunum. Hlökkum til að leyfa ykkur að sjá meira í nóvember," sagði í Fésbókarfærslu um helgina.

Utanríkisráðuneytið hefur um árabil stutt sérstaklega verkefni UN Women í þágu kvenna í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Verkefnið felst m.a. í því að auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og veita þeim vernd og aðstoð hafi þær verið beittar ofbeldi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum