Hoppa yfir valmynd
04.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Allsherjarþing SÞ: Einar stýrir fundum um mannréttindi og mannúðarmál

Einar Gunnarsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, opnaði á mánudag þriðju nefnd Allsherjarþings SÞ sem fer með mannréttinda- og mannúðarmál. "Við erum stolt af því að stýra þessari mikilvægu nefnd næsta árið sem ræðir allt frá mannréttindum í einstökum ríkjum líkt og Sýrlandi og Norður-Kóreu til þematískra málefna líkt og aðgerðir gegn pyntingum og ofbeldi gegn konum," sagði í Fésbókarfærslu frá fastanefndinni.

Á myndinni eru þeir Einar Gunnarsson t.h. og Þorvarður Atli Þórsson sendiráðsritari.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum