Hoppa yfir valmynd
04.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Útrýmum mansali

Mansal_kambodia_UNODC_Mattia_Insolera1Tími er kominn til að útrýma mansali að sögn António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.  Allsherjarþingið samþykkti í síðustu viku pólitíska yfirlýsingu um stuðning við aðgerðaáætlun samtakanna.

Fundur Allsherjarþingsins var sóttur af háttsettum fulltrúum aðildarríkjanna og var skorið upp herör gegn því sem Guterres kallaði  "viðurstyggilegan glæp.

Í frétt UNRIC segir að talið sé að fórnarlömb mansals um allan heim séu tugir milljóna og "nú er kominn tími til að sýna samstöðu og útrýma mansali," var haft eftir Guterres.  

Mansal nær til þvingaðrar vinnu eða þrælahalds, kynlífsþrælkunar, notkunar barna í hernaði svo eitthvað sé nefnt. "Mansal tíðkast í öllum heimshornum. Nú þegar milljónir karla, kvenna og barna leita út fyrir landsteina í leit að öryggi, bíða þeirra miskunnarlaus öfl," sagði Guterres. 
Hann sagði að glæpahringir sem stæðu að baki mansali væri vel skipulagðir, vel tækjum búnir og færðu sér í nyt veikar stofnanir. 

Vonir eru bundnar við að árangri verði náð í krafti sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi og spililngu, og ekki síður sáttmála um örugga og skipulagða fólksflutninga sem unnið er að í samræmi við ályktun Allsherjarþingsins á síðasta ári. 

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum