Hoppa yfir valmynd
04.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Við breytum trú nemendanna á eigin getu

Sjvarutvegss"Við breytum því hvaða sýn þeir hafa, nemarnir okkar," segir Tumi Tómasson skólastjóri Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samtali við Fiskifréttir á dögunum. "Þetta er held ég það sem er mikilvægast við námið. Við breytum trú þeirra á sína eigin getu til að framkvæma og breyta hlutum, kyndum aðeins upp í þeim," segir hann í viðtalinu.

Fram kemur í viðtalinu að  verið sé að ljúka úttekt á fjórum skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfa hér á landi og að niðurstaðan sé sú að  þeir hafi allir komið vel út.

"Við erum sérstaklega ánægð með þennan árangur. Eðlilega er fullt af hlutum sem við getum bætt, en ef við ættum að segja í einni setningu hvaða áhrif þetta hefur haft á nemana sem koma hingað til Íslands í sex mánaða nám, þá skilgreina þeir sinn starfsferil sem fyrir og eftir Ísland. Þetta verða hreinlega vatnaskil í þeirra þróun sem fagfólk. Og þetta vissum við, en við vissum ekki að það væri svona afgerandi," er haft eftir Tuma.

Skólinn fagnaði sem kunnugt er nýlega tuttugu ára starfsafmæli en 350 nemendur hafa útskrifast frá skólanum á þessum tveimur áratugum.

Ekkert sældarlíf 
Tumi segir afstöðu fyrrverandi nema til skólans óneitanlega hlýja sér og samstarfsfólki sínu í skólanum um hjartaræturnar.

"Við erum alveg ofboðslega kát með þetta. Þetta er líka svo skemmtileg vinna. Maður getur alltaf verið góði gæinn, jafnvel þótt við skömmum þau mikið meðan þau eru hérna. Þau eru hérna bara í sex mánuði. Það eru engin próf en nóg af verkefnum."

Hann segir jafnt nemendur sem kennara við skólann leggja mikið á sig til þess að sem mest komi út úr náminu.

"Þetta er ekkert sældarlíf hjá þeim hér á Íslandi um hávetur. Við erum að píska þau áfram og við erum ekkert að gera rosalega vel við þau peningalega. Þau svelta svo sem ekkert en þau eru heldur ekkert að kaupa sér merkjavörur eða fara á skrall. Þau eru bara að vinna. Þetta er bara fólk sem veit hvað það vill og áttar sig á hvað það getur viljað, að það geti sett sér ný markmið. Við erum ekkert að taka við neinum nýstúdentum. Við viljum fá fólk með reynslu."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum