Hoppa yfir valmynd
11.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Samkeppni um land og landgæði fer harðnandi

GloSameinuðu þjóðirnar sendu nýlega frá sér skýrslu sem kallast Global Land Outlook og fjallar um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra út frá mörgum hliðum. Vilmundur Hansen fjallar ítarlega um skýrsluna í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Hann segir í grein sinni að í skýrslunni séu landgæði og landnotkun skoðuð út frá mörgum hliðum eins og fjölgun mannkyns, fólksflutningum, loftslagsbreytingum, líffræðilegum fjölbreytileika, þéttbýlismyndun, átökum um fæðu, og orku- og vatnsbúskap.

"Global Land Outlook er viðamikil skýrsla en í samantekt segir að álag á land sé mikið og að það eigi eftir að aukast. Samkeppni um land og landgæði er þegar mikið og fer harðnandi þegar kemur að framleiðslu á matvælum og nýtingu á orku og vatni og öðrum gæðum sem eru nauðsynleg til að viðhalda hringrás lífsins," segir Vilmundur í grein sinni.
Fram kemur að Bændablaðið muni á næstu vikum fjalla um einstaka þætti Global Land Outlook og birta útdrætti úr henni. Í þessu tölublaði birtist hins vegar texti sem er lausleg þýðing á lykilatriðum skýrslunnar.

Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum