Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdanefnd búvörusamninga

Framkvæmdanefnd búvörusamninga er skipuð samkvæmt 31. gr. búvörulaga og starfar samkvæmt þeim lögum og ákvæðum búnaðarlaga. Í nefndinni sitja sex menn, tveir fulltrúar eru tilnefndir af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einn er tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra og þrír tilnefndir af Bændasamtökum Íslands. 

Nefndin er samráðsvettvangur aðila búvörusamninga og er nefndin til ráðgjafar fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við framkvæmd búvörusamninga. Einnig hefur nefndin heimildir samkvæmt búvörulögum að færa til framlög milli einstakra samningsliða og ákvarða greiðslutilhögun framlaga. 

Ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar á stjórnsýslustigi. Fundargerðir nefndarinnar og ákvarðanir eru birtar opinberlega.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.1.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum