Viðurkenndir bókarar
Samkvæmt bókhaldslögum geta þeir einir sem teknir hafa verið á skrá sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heldur kallað sig viðurkennda bókara. Sá sem óskar að fá viðurkenningu sem bókari og tekin er á skrána skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
- Vera heimilisfastur hér á landi.
- Vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
- Hafa staðist próf til viðurkenningar skv. reglugerð nr. 649/2019 um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara.
Prófskráning til viðurkenningar bókara haust 2020
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara haustið 2020 og er skráning í próf nauðsynleg.
Skráning í prófhluta I, II og III skal gera samtímis og lýkur miðvikudaginn 9. september 2020. Skráning fer fram á heimasíðu framkvæmdaraðila prófa Promennt ehf., www.promennt.is. Einnig er hægt að skrá sig í prófin á heimasíðu prófnefndar hjá Atvinnu- og nýksöpunarráðuneytinu,
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/. Athugið að EKKI er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningartíma lýkur. Síðasti skráningardagur er 9. september 2020. Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf.
Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próftökumaður sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta).
Væntanlegir próftakar öðlast ekki próftökurétt fyrr en prófgjald er greitt. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka til skráðra próftaka og hefur ákveðinn gjalddaga. EKKI er hægt að greiða eftir gjalddaga. Greiðsluseðill er felldur niður eftir gjalddaga (Gjalddagi er sama og eindagi).
Gjalddagar prófgjalda;
- Prófhluti I: Reikningshald og upplýsingatækni, gjalddagi/eindagi er 1. október 2020
- Profhluti II: Skattskil, gjalddagi/eindagi er 5. nóvember 2020.
- Prófhluti III: Raunhæft verkefni, gjalddagi/eindagi er 1. desember 2020.
Sjá á vef PROMENNT: Próf til viðurkenningar bókara
Það er ekki hægt að veita neinar undanþágur frá skráningarfresti eða greiðslufresti vegna skipulagningar við framkvæmd prófa.
Dagsetningar prófa til viðurkenningar bókara haust 2020
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara haustið 2020 sem hér segir: (Skráning er skilyrði)Prófdagsetningar;
- Prófhluti I: Reikningshald og upplýsingatækni mánudaginn 12. október 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. október 2020.
- Profhluti II:Skattskil mánudaginn 16. nóvember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 5. nóvember 2020.
- Prófhluti III: Raunhæft verkefni laugardaginn 12. desember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 18. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. desember 2020.
- Sjá á vef PROMENNT: Próf til viðurkenningar bókara
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 649/2019 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingar. Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 37.500.
Skráningarfrestur er til og með miðvikudaginn 9. september 2020 og gildir fyrir alla prófhlutina þrjá. Skráning í alla prófhluta samtímis.
Auglýsingar í dagblöðum.
Upptökupróf viðurkenndra bókara:
- Prófhluti I- Reikningshald og upplýsingatækni
- Prófhluti II - Skattskil
- Prófhluti III - Raunhæft verkefni
Prófnefnd viðurkenndra bókara
Prófnefnd bókara er skipuð af ráðherra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis til fjögurra ára í senn. Prófnefnd hefur umsjón með prófi til viðurkenningar bókara.
Skipan prófnefndar viðurkenndra bókara 2019-2023
- Elva Ósk S. Wiium, lögmaður, formaður
- Magdalena Lára Gestsdóttir, viðurkenndur bókari
- Einar Guðbjartsson, dósent við félagsvísindasvið viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Netfang prófnefndar: [email protected].
Póstfang prófnefndar:
Prófnefnd viðurkenndra bókara
b.t. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Skúlagötu 4
101 Reykjavík
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Viðurkenndir bókarar
Prófgögn
Bókhald
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.