Viðurkenndir bókarar

Samkvæmt bókhaldslögum geta þeir einir sem teknir hafa verið á skrá sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heldur kallað sig viðurkennda bókara. Sá sem óskar að fá viðurkenningu sem bókari og tekin er á skránna skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

 1. Vera heimilisfastur hér á landi.
 2. Vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
 3. Hafa staðist próf til viðurkenningar skv. reglugerð nr. 473/2001 um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara.

 

Próf til viðurkenningar bókara 2017

Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2017 sem hér segir:

 • Prófhluti I: Reikningshald 12. október 2017 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.
 • Prófhluti II: Skattskil og upplýsingatækni 21. nóvember 2017 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.
 • Prófhluti III: Raunhæft verkefni 16. desember 2017 – prófið hefst kl. 12 og stendur til kl. 17.

Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 686/2015 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingar. Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 35.000.

Próftökugjöld skal greiða í síðasta lagi fjórum vikum fyrir hvern auglýstan prófdag.  Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próftökumaður sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta). 

Skráning í próf til viðurkenningar bókara

 • Prófhluti I til viðurkenningar bókara, Reikningshald
  • Skráning
  • Tími: 12. október kl. 13-16
  • Skráningarfrestur: 6 september 2017

    

 • Prófhluti II til viðurkenningar bókara, Skattskil og upplýsingatækni
  • Skráning 
  • Tími: 21. nóvember kl. 13-16
  • Skráningarfrestur: 16. október 201710.2017

 

 • Prófhluti III til viðurkenningar bókara, Raunhæft verkefni úr prófhluta I og II
  • Skráning
  • Tími: 16. desember kl. 12-17
  • Skráningarfrestur: 9 nóvember 2017

 

Prófnefnd viðurkenndra bókara

Prófnefnd bókara er skipuð af iðnaðar- og viðskiptaráðherra til fjögurra ára í senn. Prófnefnd hefur umsjón með prófi til viðurkenningar bókara.

Skipan prófnefndar viðurkenndra bókara 2015-2018

 • Elva Ósk S. Wiium, lögmaður, formaður
 • Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari
 • Einar Guðbjartsson, dósent við félagsvísindasvið viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Netfang prófnefndar er: [email protected].

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn