Hoppa yfir valmynd

Kjörgengi

Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem á kosningarrétt og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.

Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi.

Gildir það frá því að dómur er upp kveðinn og þar til viðkomandi hefur afplánað dóminn að fullu. Hann telst hafa afplánað dóminn að fullu þegar reynslulausnartímabilinu er lokið. Þegar um skilorðsbundna dóma er að ræða er miðað við að einstaklingur verði kjörgengur að nýju þegar skilorðstíma er lokið.
Ekki er nauðsynlegt að kjörgengi frambjóðenda sé sannað fyrir yfirkjörstjórn eða landskjörstjórn, en Alþingi úrskurðar um kjörgengi þeirra sem kosnir eru jafnframt því sem það úrskurðar um hvort nýkosnir þingmenn séu að öðru leyti löglega fram boðnir og kosnir.

Síðast uppfært: 13.8.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum