Hoppa yfir valmynd

Verkferlar í þjóðlendumálum (1. útgáfa, mars 2014)

Markmið: Þjóðlenda fái fasteignanúmer og eignarheimildum sé þinglýst í þinglýsingarbækur.

Lagagrundvöllur: 2. mgr. 1. gr. og 14. gr. laga nr. 6/2001 og lög nr. 39/1978.

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.3

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur

Framkvæmd:

1.    Umsókn um stofnun þjóðlendu undirbúin

 • Ráðuneytið hefur samband við Landform ehf. *1eftir að úrskurður óbyggðanefndar hefur verið kveðinn upp*2 og óskar eftir að landspildublað fyrir viðkomandi þjóðlendu sé forunnið.*3
 • Landform ehf. sendir forunnin drög að landspildublaði til yfirlestrar í ráðuneytinu.
 • Ráðuneytið yfirfer drög að landspildublaði.*4
 • Landspildublaðið er sent eins oft og þurfa þykir á milli Landforms ehf. og ráðuneytisins, þar til allar athugasemdir hafa komið fram og ráðuneytið er fullsátt við allan frágang á blaðinu.
 • Þegar landspildublaðið er fullunnið er stofnað mál í málaskrá.*5
 • Bréf sent til viðkomandi sveitarstjórnar (sjá skjal í viðauka).*6 með ákvörðun ráðuneytisins.*7.*8
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.

2.     Stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá

 • Sveitarfélag sendir ráðuneytinu tilkynningu með erindi þess efnis að ósk ráðuneytisins um stofnun þjóðlendu hafi verið samþykkt.
 • Sveitarfélagið sendir umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). *9 Í framhaldinu afhendir ráðuneytið Landupplýsingadeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) dwg-skrá af afmörkun þjóðlendu að beiðni stofnunarinnar. *10
 • Tilkynning berst ráðuneytinu frá Landupplýsingadeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) um að viðkomandi fasteign hafi verið úthlutað til matsmanna Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).*11

3.    Stofnun þjóðlendu í þinglýsingabók

 • Bréf *12 sent til sýslumanns, þar sem farið er fram á þinglýsingu eignarheimilda*13 *14
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Tilkynning berst frá sýslumanni um þinglýsingu eignarheimilda
 • Bréf sent til sveitarstjórnar þar sem upplýst er um þinglýsingu eignarheimilda.
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *1 Landform ehf. sér um kortavinnslu á landspildublöðum samkvæmt samningi við ráðuneytið.
 • *2 Ganga þarf úr skugga um hvort úrskurði óbyggðanefndar að hluta eða öllu leyti hafi verið skotið til dómstóla. Ef svo er þá þarf að bíða eftir niðurstöðu dómstóla í málinu.
 • *3 Í forvinnu felst að landspildublað er teiknað upp í kortavinnsluforriti og drög að línum settar inn á kort. Hefðbundnar kortaþekjur (vatn, jöklar, strandlína, hæðarlínur, örnefni, sveitarfélagsheiti) einnig settar inn á landspildublaðið. Viðeigandi úrskurðarorð eða dómsorð send Landformi ehf. sem setur þau á landspildublaðið.
 • *4 Bera þarf saman allar línur sem settar eru fram á landspildublaðinu við úrskurð óbyggðanefndar eða dómsorð dómstóla. Lesa þarf línur nákvæmlega frá punkti til punkts og passa að línur séu dregnar rétt í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar eða dóma. Sé lýsing á línum í úrskurði eða dómi tvísýn eða ónákvæm, skal láta textann ráða, en hann er ávallt rétthærri en hnit og afmarkanir sem fram koma á landspildublaðinu. Tryggja þarf að rétt sveitarfélagsheiti sé á landspildublöðunum og athuga hvort öll þjóðlendan sé örugglega innan þess sveitarfélags. Sé viðkomandi þjóðlenda innan tveggja eða fleiri sveitarfélaga, þarf að skipta þjóðlendunni upp eftir sveitarfélagamörkum og útbúa sérlandspildublað fyrir hvern hluta/hvert sveitarfélag. Liggi tvær línur samsíða, þarf að setja eftirfarandi texta inn á landspildublaðið: „Línur sem liggja samsíða hafa sömu staðsetningu.“ Á landspildublaðinu er tilgreint hvaða réttindi fylgja viðkomandi fasteign (afréttur/afréttareign) og tilvísun í úrskurð óbyggðanefndar og/eða dóma dómstóla. Við val á heiti fyrir viðkomandi fasteign skal notast við þau heiti sem koma fram í úrskurðarorðum óbyggðanefndar. Í einstaka tilfellum eru engin tiltekin heiti nefnd í úrskurðarorðum óbyggðanefndar (á frekar við um jökla) en þá skal nota lýsandi heiti fyrir svæðið sem jökullinn liggur að eða vísa í þekkt kennileiti eða örnefni við eða á jöklinum. Á landspildublaðinu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram: hnitaskrá, skýringar á táknum, flatarmál landspildu, landeigandi, fyrirsvarsmaður, tilvísun í réttan forsetaúrskurð, kennitala landeiganda (ísl. ríkisins), dagsetning, mælikvarði, hnitakerfi, vísun í leyfi frá Landmælingum Íslands, reitur til að setja inn landnúmer þjóðlendu (fasteignar), reitur til að setja inn samþykkt sveitarstjórnar. Liggi þjóðlenda yfir það stórt svæði að afmörkun hennar rúmast ekki fyrir á einu blaði þannig að öll örnefni sjáist skilmerkilega, er afmörkun þjóðlendunnar sett yfir á tvö landspildublöð (fyrir sömu þjóðlenduna), þannig að öll örnefni sjáist skýrt og vel. Þá er venjan að setja inn á landspildublaðið einhvers konar skýringu um að þetta sé blað 1 af 2 og svo á seinna blaðið að þetta sé blað 2 af 2 fyrir viðkomandi þjóðlendu. Sé jökull innan þess svæðis sem afmarkað er á landspildublaðinu þarf að gæta þess að setja eftirfarandi texta með: „Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.“ Séu mismunandi réttindasvæði (hrein þjóðlenda, afréttur og afréttareign) innan sömu þjóðlendu þarf að aðgreina á milli mismunandi réttindasvæða og skipta þjóðlendunni í samræmi við það.
 • * Málið ber sama heiti og þjóðlendan sem farið er fram á að sé stofnuð.
 • *6 Í bréfinu kemur fram heiti fasteignar, hvaða réttindi fylgi viðkomandi fasteign (afréttur, afréttareign) og tilvísun í úrskurð óbyggðanefndar og/eða dóma dómstóla. Tilgreindur er landeigandi, kennitala landeiganda (ísl. ríkisins) og fyrirsvarsmaður.  Í bréfinu er að finna úrskurðarorð óbyggðanefndar eða dómsorð dómstóla, þau sömu og koma fram á landspildublaðinu, þ.e. nákvæm lýsing á afmörkun þjóðlendu. Sé jökull innan þess svæðis sem afmarkað er í úrskurðarorðum óbyggðanefndar eða dómum dómstóla þarf að setja eftirfarandi texta með fyrir neðan lýsingu/afmörkun þjóðlendu: „Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.“
 • *7 Ábyrgðarmaður og lögfræðingur undirrita bréf.
 • *8 Fylgiskjöl með bréfinu eru alltaf útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar og landspildublað. Það fer svo eftir því hvort viðkomandi mál hafi farið fyrir dómstóla, hvort dómur héraðsdóms eða dómur Hæstaréttar Íslands fylgi með.
 • *9 Skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins setur sig í samband við Katrínu Hólm (sérfræðing hjá Landupplýsingadeild) hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ([email protected]). Hún sér um að forskrá fasteignina í Landskrá fasteigna fyrir hönd skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúi getur ekki skráð þjóðlenduna sjálfur í Landskrá fasteigna þar sem ekki er um hefðbundna fasteign að ræða. Á þessu stigi fær fasteignin sem um ræðir landeignarnúmer. Eftir að Katrín hefur forskráð þjóðlenduna í Landskrá fasteigna, afhendir skipulags- og byggingarfulltrúi umsóknina og mæliblaðið (landspildublaðið) til Húsnæðis- og mannvirkjastofnun með hefðbundnum hætti eins og hverja aðra fasteign. Landupplýsingadeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yfirfer mæliblaðið (landspildublaðið), umsókn og forskráningu sem hefur verið skráð í Landskrá fasteigna.
 • *10 Ráðuneytið óskar eftir við Landform ehf. að dwg-skrá viðkomandi þjóðlendu sé afhend Landupplýsingadeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem setur dwg-skrá af landspildublaðinu í landupplýsingakerfi. Þá er mögulegt að yfirfara afmörkun og skráða landstærð með tilliti til annarra landeigna sem þegar eru skráðar.
 • *11 Matsmenn reikna út fasteignarmat á forskráðu fasteigninni.
 • *12 Bréfið er sent í kjölfarið á tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að þjóðlenda hafið verið stofnu (í fasteignaskrá) og bíði staðfestingar hjá sýslumanni og hægt sé að þinglýsa eignarheimildum á fasteignina.
 • *13 Þau gögn sem fylgja bréfinu og þinglýsa skal eru: útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar sem birtur er í Lögbirtingablaði ásamt dómi sem fallið hefur um málið og landspildublað þar sem fram kemur samþykki sveitarstjórnar eða skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir stofnun þjóðlendunnar. Sveitarfélagið skannar inn samþykkt landspildublað og sendir ráðuneytinu, stimplað með samþykki skipulags- og byggingarfulltrúa. Ef dómur hefur ekki fallið í máli um viðkomandi þjóðlendu er úrskurður óbyggðanefndar látinn fylgja bréfi til þinglýsingar ásamt samþykktu landspildublaði.
 • *14 Gögn sem send eru sýslumanni til þinglýsingar eru send í tvíriti og annað eintakið á löggildan skjalapappír. 

Markmið: Koma á framfæri sjónarmiðum ráðuneytisins um fyrirhugaða uppbyggingu sveitarfélagsins og hafa áhrif á áform um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Lagagrundvöllur: 2. gr. laga nr. 58/1998

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.6

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur

Framkvæmd:

 • Skipulagslýsing berst með erindi*1 frá sveitarfélagi.
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindisins send sveitarfélagi.
 • Erindið sett á dagskrá næsta fundar samstarfsnefndar og gögn málsins send nefndarmönnum.
 • Tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun tekin um afgreiðslu erindisins m.t.t. athugasemda samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun ráðuneytis send sveitarfélagi með bréfi.*2
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *Slíkt erindi getur borist með bréfi eða í tölvupósti.
 • *Ábyrgðarmaður og starfsmaður undirrita bréf.

Markmið: Koma á framfæri sjónarmiðum ráðuneytisins um fyrirhugaða uppbyggingu sveitarfélagsins og hafa áhrif á áform um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Lagagrundvöllur: 2. gr. laga nr. 58/1998

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.6

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur

Framkvæmd:

 • Skipulagstillaga berst með erindi*1 frá sveitarfélagi.
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindisins send sveitarfélagi.
 • Erindið sett á dagskrá næsta fundar samstarfsnefndar og gögn málsins send nefndarmönnum.
 • Tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun tekin um afgreiðslu erindisins m.t.t. athugasemda samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun ráðuneytis send sveitarfélagi með bréfi.*2
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *Slíkt erindi getur borist með bréfi eða í tölvupósti.
 • *Ábyrgðarmaður og starfsmaður undirrita bréf.

Markmið: Hafa stjórn á umfangi og skilyrðum fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna að teknu tilliti til sjónarmiða um sjálfbæra nýtingu og verndargildi þjóðlendna.

Lagagrundvöllur: 2. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.1 eða 9.1.4*1

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur

Framkvæmd:

 • Umsókn berst með erindi*2 frá tilvonandi leyfishafa.
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindisins send umsóknaraðila.
 • Leitað umsagnar þess sveitarfélags þar sem umbeðin nýting er fyrirhuguð
 • Leitað umsagnar annarra aðila.*3
 • Umsókn sett á dagskrá næsta fundar samstarfsnefndar og gögn málsins send nefndarmönnum.
 • Tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun tekin um afgreiðslu erindisins m.t.t. athugasemda samstarfsnefndar og umsagna sem berast.
 • Ákvörðun ráðuneytis send til umsóknaraðila með bréfi.*4
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *1 Undir bréfalykli 9.1.1 eru almenn leyfi en undir lykli 9.1.4 leyfi til nýtingar auðlinda.
 • *Slíkt erindi getur borist með bréfi eða í tölvupósti.
 • *Þar koma til skoðunar m.a. Orkustofnun, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.
 • *Ábyrgðarmaður og starfsmaður undirrita bréf.

Markmið: Tryggja að leyfi sveitarfélaga fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna séu í samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti. Ásamt því að stefna ekki verndargildi þeirra í hættu og taka tillit til sjónarmiða um sjálfbæra nýtingu.

Lagagrundvöllur: 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.1

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur

Framkvæmd:

 • Leyfi sveitarfélags með fyrirvara um samþykki ráðuneytisins berst frá sveitarfélagi*1 með erindi.
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindisins send sveitarfélagi.*2
 • Upplýsinga um leyfisveitinguna aflað hjá sveitarfélaginu.*3
 • Erindið sett á dagskrá næsta fundar samstarfsnefndar og gögn málsins send nefndarmönnum.
 • Tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar.
 • Ákvörðun tekin um afgreiðslu erindisins m.t.t. athugasemda samstarfsnefndar
 • Ákvörðun ráðuneytis send til leyfishafa með bréfi.*4
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *Erindi getur einnig borist frá leyfishafa.
 • *Ef erindi berst frá leyfishafa skal jafnframt senda afrit af staðfestingu á móttöku þess til sveitarfélags.
 • *3 Kanna skal hvort gætt hafi verið að auglýsingaskyldu og hvort framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsáætlanir. Að auki skal kanna fyrirhugaða tímalengd leyfis,  endurgjaldið, umfang nýtingar og annað sem þurfa þykir hverju sinni.
 • *Ábyrgðarmaður og starfsmaður undirrita bréf.

Markmið: Nefndarmenn séu upplýstir fyrir fundi um mál sem koma eiga til afgreiðslu nefndarinnar og einnig að halda til haga ákvörðunum hennar og athugasemdum við einstök mál.

Lagagrundvöllur: 1. mgr. 4. gr. laga nr. 58/1998

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.7

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur

Framkvæmd:

 • Í upphafi hvers árs skal stofna nýtt mál þar sem allar fundargerðir viðkomandi árs eru vistaðar.
 • Dagsetning og fundartími næsta fundar ákveðin á fundi nefndarinnar.
 • Fundarboð sent til fundarmanna.*1
 • Fundargögn send nefndarmönnum eigi síðar en viku fyrir fundardag.
 • Fundargerð rituð á fundi.
 • Fundargerð síðasta fundar skal send nefndarmönnum eigi síðar en að viku liðinni ásamt fundarboði næsta fundar.
 • Skipulags- og byggingarfulltrúar eru upplýstir um næsta fund nefndarinnar samhliða því að nefndarmönnum er sent fundarboð næsta fundar.
 • Í lok hvers árs er máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *1 Í fundarboði skulu koma fram dagsetning, lengd og staðsetning fundar auk upplýsinga um að gögn muni berast eigi síðar en einni viku fyrir fundinn.

Markmið: Lóðir innan þjóðlendna séu skráðar í Landskrá fasteigna.

Lagagrundvöllur: 14. gr. laga nr. 6/2001

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.8

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur

Framkvæmd:

 • Erindi*berst frá sveitarfélagi þar sem óskað er eftir að stofnuð verði lóð innan þjóðlendu.*2
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindis send sveitarfélagi.
 • Erindið sett á dagskrá næsta fundar samstarfsnefndar um málefni þjóðlendna og gögn málsins send nefndarmönnum.
 • Gengið úr skugga um að sú þjóðlenda þar sem fyrirhugað er að stofna lóð sé til í fasteignaskrá og hafi landeignarnúmer.*3
 • Arkitektastofa eða verkfræðistofa beðin um mæliblað undirritað af hönnuði og í þríriti.
 • Erindið tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar
 • Ákvörðun tekin um afgreiðslu erindisins m.t.t. athugasemda samstarfsnefndar.*4
 • Ákvörðun ráðuneytis send sveitarfélagi með bréfi.*5
 • Ljósrit af bréfi afhent skjalastjóra.
 • Máli lokað í málaskrá.*6

Skýringar:

 • *Slíkt erindi getur borist með bréfi eða í tölvupósti.
 • *2 Áður en sveitarfélag óskar eftir umsókn um stofnun lóðar þarf framkvæmdaraðili að óska eftir leyfi sveitarfélags til að hefja framkvæmdir, uppbyggingu eða úrbætur á tiltekinni lóð innan þjóðlendu. Framkvæmdaraðili útbýr mæliblað (hnitsettan uppdrátt) af fyrirhugaðri framkvæmd.
 • *3 Sé viðkomandi þjóðlenda ekki skráð í fasteignaskrá er ekki hægt að verða við ósk sveitarfélagsins þar sem fyrst verður að stofna viðkomandi þjóðlendu í fasteignaskrá áður en hægt er að stofna lóð innan hennar.
 • *Í afgreiðslunni felst að útfyllt er umsóknareyðublað nr. F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (áður Þjóðsrkrá Íslands) og bréf sent sveitarfélaginu þar sem ráðuneytið fer fram á að viðkomandi lóð sé stofnuð í fasteignaskrá. Fylgiskjöl með bréfi eru; mæliblað undirritað af hönnuði og útfyllt umsóknareyðublað nr. F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (áður Þjóðskrá Íslands).
 • *Ábyrgðarmaður og starfsmaður undirrita bréf. Sveitarfélagið sér svo um að klára stofnun lóðarinnar í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sbr. ferlið við stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá.
 • *6 Máli er ekki lokað í málaskrá fyrr en staðfesting hefur borist frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þess efnis að búið sé að stofna viðkomandi lóð í Landskrá fasteigna.

Aðeins nánar verkferilinn: 

Hlutaðeigandi sveitarfélag verður að taka afstöðu um hvaða lóðir eigi að afmarka og stofna innan þjóðlendunnar. Allar lóðir sem sveitarfélög ákveða að eigi að afmarka og stofna út úr þjóðlendunni verður hlutaðeigandi sveitarfélag síðan að auglýsa. Þjóðlendur eru landsvæði í eigu ríkisins, með takmörkuð gæði og auðlindir. Þeim ber ekki að úthluta til annarra aðila án auglýsingar. Auglýst er eftir hæfasta aðila (þannig að allir hafi jafnan rétt á að sækja um skv. meginreglum stjórnsýsluréttar sbr. stjórnsýslulög). Sveitarfélögin gera svo samning við hæfasta aðila og ráðuneytið kemur að samningnum sem samþykktaraðili sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/998.

Einu undantekningarnar frá þessari meginreglu eru t.d. lóðir undir fjarskiptamöstur, einstaka neyðarskýli (sem eingöngu eru nýtt sem neyðarskýli og engin önnur þjónusta fer fram) og einstaka afréttarskálar sem einungis eru nýttir til leita á haustinn og engin önnur þjónusta eða rekstur er um.

Varðandi afnot af lóð og gerð lóðarleigusamninga, þá er gert ráð fyrir að nýtingin sé til lengri tíma en eins árs (t.d. 15-25 ára). Ráðuneytið þarf þá að skrifa undir samninginn sem samþykktaraðili.

Að neðan má sjá hvað þarfa að gera, eftir að viðkomandi sveitarfélag er búið að afmarka og ákveða hvaða lóðir á að stofna:

Lóð stofnuð.

1.    Beiðni kemur frá hlutaðeigandi sveitarfélagi (til ráðuneytisins) um stofnun lóðar ásamt uppdrætti sem sýnir afmörkun lóðar.

2.    Ráðuneytið afgreiðir erindi sveitarfélagsins og fyllir út eyðublað nr. F-550 og sendir til hlutaðeigandi sveitarfélags.

3.    Sveitarfélagið stofnar lóðina í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (tala við HMS/landupplýsingadeild sem sjá um þessi mál).

Lóð auglýst.

4.    Sveitarfélagið auglýsir lóðina.

5.    Sveitarfélagið gerir lóðarleigusamning við hæfasta aðila. Ráðuneytið kemur að þeim samningi sem samþykktaraðili skv. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998.

Gert grunnsamkomulag um lóðina.

6.    Gerð grunnsamkomulags. Með hverri og einni stofnaðri lóð, er gert svokallað grunnsamkomulag, milli sveitarfélagsins og forsætisráðuneytisins um lóðina. Þetta helst því saman í hendur, að stofna lóðina og gera grunnsamkomulagið.

Markmið: Afhenda með stafrænum hætti gögn sem sýna mörk þjóðlendna.

Lagagrundvöllur: 5. gr. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 140/2012

Bréfalykill ráðuneytisins: 9.1.9

Ábyrgð: Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri

Starfsmaður: Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur

Framkvæmd:

 • Beiðni um aðgang að stafrænum þjóðlendulínum*berst ráðuneytinu.*2
 • Mál stofnað í málaskrá og staðfesting á móttöku erindis send umsóknaraðila.
 • Umsókn um aðgang könnuð með tilliti til upplýsingalaga og ákvörðun tekin um afhendingu gagna.
 • Ákvörðun ráðuneytis send umsóknaraðila með tölvupósti og umbeðnum gögnum.*3
 • Máli lokað í málaskrá.

Skýringar:

 • *1 Þjóðlendulínur eru stafrænar línur sem sýna afmörkun þjóðlendna og mörk þjóðlendna og eignarlanda.
 • *2 Beiðni berst í flestum tilvikum rafrænt í tölvupósti. Sá sem óskar eftir gögnum skal senda ítarlegar upplýsingar um hvaða gögn viðkomandi óskar eftir, á netfangið [email protected].
 • *3 Landform ehf. hefur aðgang að þeim stafrænu línum sem ráðuneytið hefur umsjón með. Landform ehf. er beðið um að afhenda viðkomandi gögn með tölvupósti til þess sem óskar gagnanna. Landform sendir gögnin í tölvupósti með afriti til starfsmanns.. Fyrirvarar eru ávallt settir séu stafrænar línur afhentar (sjá skjal í viðauka). 

Leiðbeiningar um gerð lóðaleigusamninga innan þjóðlendna

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við forsætisráðuneytið hefur tekið saman leiðbeiningar til sveitarstjórna sem ætlað er að auðvelda gerð samninga um nýtingu lands innan þjóðlendna. Um er að ræða þrenns konar gátlista yfir þau atriði sem sérstaklega þarf að huga að við slíka samningsgerð. Leiðbeiningarnar má nálgast á vef sambandsins.

Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um úthlutun leyfa til nýtingar í þjóðlendum

Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti í bæjarstjórn þann 15. maí, reglur um úthlutun leyfa til nýtingar í þjóðlendum. Reglurnar má nálgast á vef sveitarfélagsins (PDF skjal).

Þjóðlendur

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum