Hoppa yfir valmynd

Ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna (e. Junior Professional Officers)

Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) starfrækja svokallað Ungliðaverkefni (e. Junior Professional Officers Programme) þar sem ungum sérfræðingum er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á vettvangi SÞ undir umsjón og handleiðslu reynslumikils starfsfólks.

Um er að ræða byrjendastöður (P2 stöðugildi innan SÞ kerfisins). Viðkomandi samstarfsstofnun SÞ tekur ákvörðun um ráðningu, en ráðning er til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Sérfræðingurinn verður starfsmaður viðkomandi samstarfsstofnunar SÞ og launa- og starfskjör eru samkvæmt reglum stofnunarinnar.

Umsækjendur þurfa að vera 32 ára og yngri (miðað er við fæðingarár), hafa háskólagráðu á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, a.m.k. tveggja ára viðeigandi starfsreynslu og mjög góða færni í ensku.

Fyrir sumar stöður er einnig hægt að sækja um ef umsækjandi hefur háskólagráðu á grunnstigi, en þá þarf umsækjandi að hafa tvö viðbótar ár af starfsreynslu.

Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um Ungliðaverkefni SÞ á vegum þeirra stofnanna sem Ísland á í samstarfi við að þessu sinni:

Ungliðastaða á vegum Barnahjálpar SÞ í félagsmálum í Síerra Leóne (e. Junior Professional Officer (JPO), UNICEF, Sierra Leone)

Ungliðastaða á vegum Mannfjöldasjóðs SÞ í málefnum kyn- og frjósemisheilbrigðis og -réttinda í Tansaníu (e. Junior Professional Officer (JPO), UNFPA, Tanzania)

Ungliðastaða á vegum Þróunaráætlunar SÞ í alþjóðlegum hafmálum í Namibíu (e. Junior Professional Officer (JPO), UNDP, Namibia)

Almennar upplýsingar um ungliðastöður hjá UNDP og UNFPA auk UNICEF.

 
Síðast uppfært: 5.4.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum