Hoppa yfir valmynd

Þverlægar áherslur

Mannréttindi og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál eru skilgreind sem sértæk og þverlæg áhersluatriði í stefnu íslenskra stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu og eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi.

Nálgun Íslands í þróunarsamvinnu byggist á mannréttindum og tekur hún mið af mannréttindamiðaðri aðferðafræði samkvæmt bestu alþjóðlegu starfsvenjum. Í því felst að gerð sé grein fyrir þeirri mismunun og ójöfnuði sem liggur að baki margra þeirra áskorana sem samstarfsríki glíma við og að verkefni íslenskrar þróunarsamvinnu taki stuðli að bættri stöðu mannréttinda. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er forgangsmál í starfinu, en sú áherla byggir ekki síst á reynslu Íslands sem staðfestir að virðing fyrir mannréttindum, jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna séu undirstaða framfara, velsældar og efnahagsþróunar. Valdefling kvenna er áhrifarík leið til að takast á við fjölþáttaáskoranir samtímans, en afleiðingar átaka, loftslagsvár eða efnahagskreppa komi einatt verr niður á konum, ekki síst í fátækum ríkjum. Ísland fylgir stefnumiðum í jafnréttis- og mannréttindamálum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.

Hnattrænar loftslagsbreytingar ógna velsæld fólks og jarðar, en fátækustu ríkin, viðkvæmustu samfélagshóparnir og vistkerfin glíma við hvað verstar afleiðingarnar. Þróunarsamvinna Íslands leggur því áherslu á að vernda jörðina og koma í veg fyrir hnignun hennar.  Aukinn slagkraft í loftslags- og umhverfismálum  í þróunarsamvinnu Íslands má sjá í auknum stuðningi við alþjóðlegar stofnanir sem starfa að þessum málaflokki; aðgerðum gegn mengun hafsins ásamt markvissu starfi til að tengja mótvægis- og aðlögunaraðgerðir við þróunarsamvinnuverkefni.

Síðast uppfært: 25.3.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum